Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 109
álíka vísindalegar hugmyndir um rússneska staðliætti og
menn liöfðu á 16. öld um lífið í sjónum.
Það er orðið „dictatorship“ (það þvkist ég vita, að stað-
ið liafi í liandriti Sinclairs), sem þýðandinn leggur út með
„einræði“, og er ég ekki viss um, að Sinclair kynni honum
neinar þakkir fyrir meðferðina, ef hann vissi, hvers kyns
er. Sinclair er i þessu sambandi ekki að leggja neinn dóm,
og sízt neikvæðan, á stjórnarfar Sovétríkjanna, heldur er
hann einmitt að gagnrýna hugsunarhátt hinna amerísku
smáhorgara, andlegra uppalninga blaðakóngsins Hearst og
slíkra. En með lítils háttar loddarabragði, með því að víkja
til, án þess að mikið beri á, merkingu i einu smáorði, tekst
þýðandanum að breyta gagnrýni hins heimsfræga manns
ó ameríska smiáborgaranum i áfellisdóm á stjórnskipulag
Rússlands.
Orðið einræði merkir á islenzlcu stjórnskipulag, þar
sem ríldsvaldið er i hendi eins manns, en slikt stjórnar-
far er tæpast til meðal siðaðra þjóða nú á dögum, jafnvel
ekki í Þýzkalandi eða á Ítalíu, þar sem ríkisvaldið er, þrátt
fyrir toppfígúrurnar Hitler og Mussolini, í höndurn stór-
burgeisastéttarinnar, sem að vísu er tiltölulega mjög fá-
menn. Orðið „dictalorship“ eða „diktatur“ þýðir á ís-
lenzku „alræði“, sem er hin eina rétta þýðing og tálcnar,
að ríkisvaldið sé allt í höndum tiltekins aðilja, sem að
jafnaði er ákveðin stétt manna. Karl Marx talar um
„Dilctatur des Proletariats“, „alræði öreiganna“, og vitan-
lega væri mótsögn og meiningarleysa að þýða það með
„einræði öreiganna“. Hin nýja stjórnarskrá Sovétríkjanna
er nú hins vegar skýlaus sönnun þess, að alræði og lýð-
ræði þurfa ekki alltaf að vera neinar andstæður, þó að
svo hafi raunar oftast verið. Ef alræðisvaldið er í höndum
„lýðsins“, liins vinnandi fólks, þá jafngildir það raunveru-
legu lýðræði innan þessarar stéttar. Því f jölmennari sem
þessi stétt er hlutfallslega, því víðtækara er lýðræðið. Og
þar sem stéttamun þjóðfélagsins er útrýmt, þar sem auð-
mannastéttin er ekki lengur til, þar jafngildir þetta alræði
109