Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 110
hinu fullkomnasta lýðræði, þar er það í rauninni orðið að
sósíalistísku lýðræði. Hin nýja stjórnarskrá er einmitt
tákn þess, hvernig alræði öreiganna þróast ákveðnum og
öruggum skrefum yfir i hið sósialistíska lýðræði, sbr. orð
lúns kunna austurríska jafnaðarmannaforingja Otto
Bauers, er hann mælti í viðtali við blaðamann einn:
„Hin nýja stjórnarskrá Sovétríkjanna er verkalýð alls
heimsins hin sögulega sönnun þess, að alræði öreiganna
táknar ekki afneitun lýðræðisins, heldur framkvæmd lýð-
ræðis á óvenju-háu stigi.“
— Það er nú land, þar sem verið er að lögfesta slíka
stjórnarskrá, er að ofan gelur, sem þýðandinn segir um,
að pólitískt lýðræði og óháð réttarfar eigi þar enn langt í
land. (Skyldi það eiga þar lengra i land en til dæmis í
Bandaríkjunum, þar sem 10 miljóna svertingjaþjóð er of-
sótt og réttindum svipt — þrátt fyrir hina ágætu stjórnar-
skrá?) Engin rök eru fram færð fyrir þessari staðhæfingu,
en aðeins vitnað til liinna „hörmulegu fregna, sem nýlega
hafa borizt frá Bússlandi“.
Ég geri ekki ráð fyrir, að þýðandinn myndi telja fregn-
irnar um málaferlin i Moskva og líflát sakborninganna
hörmuleg tíðindi, ef liann væri þeirrar skoðunar, að þeir
hefðu reynzt sannir að sök. Þeir voru bornir svo þungum
sökum, að i liverju landi öðru, þar sem dauðadómar eiga
sér yfirleitt stað, hefðu þeir verið líflátnir fyrir sams
konar afbrot. En af þeirri staðreynd út af fyrir sig, að
dauðarefsing sé löghelguð, er auðvitað engar ályktanir
liægt að draga um pólitískt lýðræði eða réttarfar hlutað-
eigandi lands. Ég ætla þess vegna að ganga út frá þvi,
að liann láliti mennina liafa verið líflátna saklausa, en
réttarhöldin eldccrt annað en skrípaleik, sem settur hafi
verið á svið af Stalin til þess að losna við andstæðinga
sina. Ég skal játa, að ef svo væri, þá væru þelta í sann-
leika hörmuleg tíðindi. En ég hefi ekki enn séð nein fram-
bærileg rök fyrir þessari skoðun í þeim skrifum, sem
dagblöðin liafa flutt um málið.
110