Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 111
Eins og kunnugt er, játuðu sakborningarnir á sig þá
glæpi, sem þeim voru gefnir að sök. Þetta hefir sumum
mönnum þótt benda til þess, að dómstólarnir hafi gert
við þá svofelldan samning: Ef þið játið, verður lifi ykkar
þyrmt, að öðrum kosti liljótið þið að deyja! — Auk þess,
að slík röksemd er alvarleg móðgun við þjóð, sem Is-
lendingar hafa orðið talsverð skipti við (og nú er mikið
um það talað, að við meguin ekki móðga viðskiptaþjóðir
okkar), verður hún að teljast fram úr hófi barnaleg. Hver
getur í alvöru ímyndað sér, að i þessum ákaflega flóknu
málaferlum hefði verið unnt að æfa sextán saklausa
menn eins og leikendur á sviði, láta þá játa á sig lierfileg-
ustu glæpi og koma öllu til að bera saman? Hefði ekki
verið allt of mikil hættan á því, að einhverjir þeirra Ijóst-
uðu upp öllu ráðabrugginu fyrir áhejTendapöllum liinna
erlendu hlaðamanna, þar sem það hefði tvímælalaust verið
öruggasta leiðin til að hjarga lífi þeirra? — Þannig er
ef til vill liægt að „dressera“ einn mann, eins og van der
Lubbe í þinghússbrennumálinu fræga, enda bar liann, að
sögn sjónarvotta, ótvíræð merki andlegra og líkamlegra
misþyrminga. En að þvi er hina sextán sakborninga
snertir, liggja fyrir skjalfest ummæli fjölda útlendinga,
sem viðstaddir voru réttarhöldin, ununæli fulltrúa frá
ólikustu stjórnmálaflokkum um það, að ekkert hafi bent
til þess, að þeir bafi verið þvingunaraðgerðum beittir. —
Annars er hart að þurfa í rökræðum við sósialista að
Iiakla uppi vörnum fyrir liið sósíalistíska verkalýðsríki
gagnvart þeim áburði, beinum eða óbeinum, að stjórnar-
skipun og réttarfar séu þar að einhverju leyti hliðstæð
því, sem er í Hitlers-Þýzkalandi.
— Iiinir ákærðu játuðu að visu það, sem þeir voru
sakaðir um, en ekki allir sem einn maður, ekki eins og
eftir fyrir fram lögðu „plani“, heldur eftir margs konar
vífilengjur og undanhrögð. Þeir kikna blátt áfram og
gefast upp fvrir ofurmagni þeirra sannana, sem að þeim
lilaðast á alla vegu. Þetta finnst þeim nú ákaflega grun-
111