Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 113
skemmstu taldi sig fylgismann Lenins, en hefir nú snúizt
til fjandskapar við stefnu hans. En svo að enn sé vitnað í
Lenin, þá má geta þess, að hann kallaði þá Sinovjeff og
Kameneff svikara og verkfallsbrjóta, en Trotzky kallaði
hann Júdas. Þessir þrír höfðu árum saman átt í harðvit-
ugri haráttu við rússneska Bolsivíkaflokkinn, bæði fyrir
byltinguna og eftir, og tveir þeir fyrnefndu voru tvisvar
reknir úr flokknum og tvisvar teknir í sátt aftur. Mörgum
mönnum virðist nú sem hátt settir forystumenn, er um
margra ára skeið liafa átt í baráttu innan flokks síns fyrir
sérskoðunum sínum og beðið ósigur, með því að reynslan
sýndi að skoðanir þeirra voru rangar, geti einmitt verið
mjög líklegir til að snúast til fjandskapar við flokkinn
og þá forystumenn hans, sem hærra hlut háru í hinni
skoðanalegu haráttu. Hégómagirnin er rik í eðli sumra
manna. Og þegar hvatir eins og hégómagirni og hefni-
girni hafa á annað horð sigrazt á sannfæringunni, eru
vanalega engin takmörk fyrir því, hve djúpt verður
sokkið.
Sú spurning, hvort þessar ákærur æðsta dómstóls Sov-
étríkjanna á hendur sakborningunum hafi verið falsaðar
cða ekki, ætti í augum allra einlægra sovétvina að vera
svo þýðingarmikil, að þeir gerðu sér far um að vera dálítið
sjálfstætt liugsandi um úrlausn hennar. En til þess að geta
verið sjálfstætt hugsandi um eitthvert efni, verður auð-
vitað að kynna sér málið, áður en dómur er felldur. Eitt-
hvað verður maður þó að vita. Þau skrif, sem birzt hafa
um þetta mál í dagblöðunum hér, hafa yfirleitt ekki borið
vilni um þekkingu á málavöxtum. Þau hafa verið stað-
hæfingar út í bláinn. Sannleikurinn er sá, að hinum og
þessum málgögnum úti um heim hefir tekizt að skapa
þó nokkuð víðtækt almenningsálit í þá átt, að málaferlin
í Moskva hafi verið skrípaleikur í líkingu við málaferlin í
Leipzig hérna um árið. Og þetta álit hafa ýmsir menn hér
heima, sem annars eru skýrir og vel viti bornir, gert að
sínu persónulega áliti, án þess að hirða um að kryfja það
113