Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 114
frekar. Me'ðal þessara manna kynnu að vera til einlægir,
en tæpast sjálfstætt hugsandi sovétvinir.
Ég hefi í höndum ákæruskjal, ræðu liins opinbera
ákæranda, dómsúrskurð og nákvæman útdrátt úr réttar-
höldum og vitnaleiðslum. Eftir að hafa kynnt mér þessar
heimildir, virðist mér sekt hinna ákærðu svo augljós, að
ekki verði um villzt. Að þessi skjöl geti verið fölsuð, kemur
auðvitað ekki til mála, þar sem réttarhöldin voru háð al-
gerlega fyrir opnum dyrum og með þeim fylgdust með
eigin augum og eyrum hundruð manna, þar á meðal fjöldi
erlendra andstæðinga sovétstjórnarinnar. En ef til vill
hefir það fyrir suma meiri sannfæringarkraft að vitna í
ummæli nokkurra nafnkunnra manna, sem viðstaddir
voru réttarliöldin.
Hinn frægi enski lögfræðingur og þingmaður enska
Alþýðuflokksins D. N. Pritt (sem framarlega stóð
i baráttunni gegn réttarhneykslinu í Leipzig) hefir
í ýmsum blaðagreinum og viðtölum lagt álierzlu á
það, að málaferli þessi hafi verið rekin að öllu leyti eftir
fullkonmustu réttarfarsreglum. Hann fullyrðir, að hinir
ákærðu liafi ekki borið nein merki þvingunar, að þeir liafi
allir verið vel útlítandi, að þeir hafi mátt taka til máls
hvenær sem þeim sýndist og tala eins lengi og þeim likaði.
Að þeim liafi verið leyft að yfirheyra vitnin eins og hinn
opinberi ákærandi sjálfur. Að þeim hafi verið frjálst að
velja sér verjendur, þótt þeir kysu lieldur að verja sig
sjálfir, og að þeir hafi yfirleitt átt að mæta fyllstu kurt-
eisi við réttarhöldin. Auðvitað dregur Pritt ekki í efa sekt
hinna ákærðu. Svipuð eru ummæli formanns enska Al-
þýðuflokksins á þingi, C. R. Attlee, og ensku alþýðuflokks-
mannanna, Collard og Lazarus, sem báðir eru þekktir lög-
fræðingar. Skjalfest umrnæli þessara og annarra málsmet-
andi manna, sem viðstaddir voru réttarhöldin og fylgdust
nákvæmlega með þeim, sýna, að þeim kemur ekki til hug-
ar, að hinir ákærðu liafi verið hafðir fyrir rangri sölc.
114