Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 115
II.
Á núlíðandi tímum mótast heimsástandið af sókn fas-
ismans í hendur verklýðshreyfingunni og lýðræðinu. For-
ystusveit fasismans í lieiminum, þýzki nazisminn, vinnur
að þvi með talsverðum árangri að koma á fót ríkjasam-
steypu til styrjaldar við þau ríki, sem enn hafa frjálslynt
stjórnarfar. Þessa styrjöld vilja fasistarnir réttlæta með
vígorðinu um „baráttuna gegn bolsivismanum". Undan-
farna mánuði hafa hlöð þýzkra nazista flutt hatursfyllri
rúðgreinar um Sovétrikin en nokkru sinni áður, og há-
marki sínu náði þessi gauragangur forkólfanna á nýaf-
slöðnu flokksþingi þeirra i Nurnherg. Þetta er auðvitað
bezta vottorðið, sem hægt er að gefa Sovétríkjunum um
það, að þau séu örðugasti þröskuldurinn i vegi þessara
fyrirætlana. Á meðan fasisminn stefnir að þvi að afnema
alll lýðræði og fjötra þjóðirnar á ný þrældómsböndum
liðinna alda, sanna Sovétríkin heiminum sinn óhaggan-
lega styrk með því að lögleiða þá lýðræðissinnuðustu
stjórnarskrá, sem nokkru sinni liefir þekkzt, stjórnarskrá,
sem mun ávinna þeim milljónir nýrra vina um lönd öll.
Það er skiljanlegt, að Hiller lialdi einmitt á slikum tímum
djöfulóðari stríðsæsingaræður en nokkurn tíma fyrr um
rússnesku hættuna og reyni að sýna heiminum fram á, að
Sovétríkin séu höfuðóvinurinn, því að það er skilyrði þess,
að lionum geti tekizt að framkvæma sína gömlu ráðagerð,
sem hann ítrekaði enn á flokksþinginu í september, að
leggja undir sig kornlendur Úkraínu og málmnámurnar í
IJral. Og það þarfnast engrar skýringar, hvers vegna aftur-
haldið um allan heim styður þessar fyrirætlanir i ræðu og
riti með látlausum rógi og níði um Sovétríkin.
En Alþýðuflokkarnir í heiminum, flokkar liægfara jafn-
aðarmanna: Taka þcir ekki upp vörnina fyrir þetta fyrsta
ríki liins vinnandi fólks, ríki alþýðunnar, gagnvart árásum
ihaldsins og fasistanna? Gera þeir ekki allt, sem í þeirra
A aldi stendur, til að kynna fólkinu sannleikann um Sovét-
rikin? Fylla þeir ekki dagblöð sín af frásögnum um sigur-
115