Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 116
för hinnar rússnesku alþýðu á undanförnum nítján árum,
um útrýming atvinnuleysisins, hækkun kaupgjaldsins,
aukning framleiðslunnar, sigur samyrkjuhreyfingarinnar,
um skólana, hvíldarheimilin, bókasöfnin og svo framveg-
is, um hina nýju stjórnarskrá siðast, en ekki sízt? Eru
þeir ekki svo séðir stjórnmálamenn, að þeir noti sér þá
áhrifaríkustu auglýsingu, sem hugsanleg er, hið sósíalist-
iska ríki í Austurvegi, til að vinna fylgi sinni eigin stefnu,
sósíalismanum ?
I rauninni vanrækja þeir gersamlega þessa skyldu
sina gagnvart hinni vinnandi alþýðu. Þegar eitthvað
merkilegt gerist i Sovétríkjunum, eins og til dæmis fram-
koma hinnar nýju stjórnarsknár, þá er farið með það
cins og mannsmorð í blöðum hægfara jafnaðarmanna.
En gerist þar aftur atburðir, eins og til dæmis málaferl-
in í Moskva, sem takast má með lipurð og lagni að leggja
út á hinn verra veg, þá er þögnin rofin, atburðirnir rang-
færðir, reynt að vekja grunsemdir og tortryggni og jafn-
vel svo langt gengið að leggja að jöfnu hið sósíalistíska
Sovét-Rússland og Hitlers-Þýzkaland.
Hverjum þjóna nú svona skrif? Ekki alþýðunni, sem
yfirleitt hefir ríka hneigð til samúðar með Sovétríkjun-
um. Það er leiðinlegt að verða að segja það um sósíalistísk
blöð: Með slíkum skrifum er í rauninni verið að veita
vatni á imdnu fasismans, þau eru siðferðislegur stuðn-
ingur við stríðsætlanir fasistaríkjanna. Því skal engan
veginn haldið fram, að þetta sé yfirleitt liinn meðvitaði
tilgangur, en í þessum efnum er aðalatriðið árangur, en
ekki tilgangur. Þvi að ef fasistaríkjunum skyldi takast að
eyðileggja Sovét-Rússland og murka niður heimsins
þroskuðustu og máttugustu verklýðsstétt — myndi þá
ekki verið lítið um vörn af hálfu verklýðshreyfingarinnar
og lýðræðisins annars staðar í heiminum? Og ef svo væri
komið, skyldi þess þá verða langt að bíða, að við fengj-
um til dæmis liingað til Islands fasisma eftir þýzkri fyr-
irmynd, og er þá ekki liælt við, að jafnvel mætir menn,
116