Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 117
eins og — segjum Vilmundur Jdnsson landlæknir, fengju
að reyna það á sínum eigin skrolck, hvað slíkt hefði að
þýða. Þeir voru ekki allir róttækari þýzku jafnaðarmenn-
irnir, sem nazistar börðu til bana vegna skoðana þeirra.
Þegar athugað er, livað hægfara jafnaðarmenn eiga
sjálfir í hættu, ef fasisminn skyldi sigrast á lýðræðinu í
heiminum, hlýtur maður að undrast þá rótgrónu óvild
til Sovétríkjanna, sem einkennir afstöðu margra af for-
ingjum þeirra. Maður freistast til að láta sér detta í hug,
að afstaða þessara manna sé sprottin af einhvers konar
vanmáttarkennd. Þeir sjá, að i Rússlandi hefir hinn
hjdtingarsinnaði sósíalismi framkvæmt það verkefni, sem
hin hægfara jafnaðarstefna reyndist ekki fær um að
leysa af hendi. Þeir sjá, að með sínum byltingarsinnuðu
aðferðum hefir Rússum tekizt að framkvæma þeirra eig-
in stefnuskrá, á meðan þeir með sinni hægfara jafnaðar-
inennsku misstu jafnvel sin öflugustu vígi í gin fasismans.
Sú vanmáltartilfinning, sem af þessu skapast, snýst yfir
i andúð eða jafnvel hatur á þeim aðiljanum, sem þeim
bæri einmitt að elska af öllu hjarta. Þetta er ekki óalgengt
sálrænt fyrirbæri. Þó eiga þessir lilutir sér yfirleitt dýpri
og pólilískari rætur, eins og greinilegast kemur fram í
herferð þeirri á hendur Sovétríkjunum, sem málgögn
hægfara jafnaðarmanna víða um heim liófu í sambandi
við málaferlin i Moskva, illu heilli, samtímis því sem naz-
istar í Þýzkalandi hertu sína sovétfjandsamlegu sókn.
Þessi herferð var runnin undan rifjum noklcurra forystu-
manna Alþjóðasambands hægfara jafnaðarmanna (II.
Alþjóðasambandsins), sem er svo ólánsamt að hafa á
þessum alvarlegu tímum eignazt alveg sérstaklega aftur-
lialdssama stjórn. En tilgangurinn var fyrst og fremst sá
að hnekkja samfylkingarhugmyndinni, sem um þessar
mundir vinnur síaukið fylgi meðal áhangenda alþjóða-
sambandsins, fylgi, sem hlýtur að aukast enn að sama
skapi sem þeir kynnast betur hinni nýju rússnesku stjórn-
arskrá. Það er því engin tilviljun, hvernig aðalmálgagn
117