Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 118
liægfara jafnaðarmanna hér á landi hefir hamazt gegn
Sovétríkjunum undanfarnar vikur. Þessi ærsl eru ekki
annað en liður i þeirri skipulögðu liríð, sem áður er getið,
sennilega framkvæmd eftir erlendri fyrirskipun.
í þessu samhandi hlýtur að vakna sú spurning, hvort
stýrkur liægfara jafnaðarmanna í heiminum sé slíkur, að
þeir hafi efni á að vísa á hug slíkum bandamanni sem
verkalýð Sovétríkjanna og yfirleitt iiinni bvltingarsinnuðu
verklýðshreyfingu i heiminum. Skyldu þeir vera einfærir
um að hjarga lieiminum undan fasismahættunni? Enginn
trúir því, sem veit, hvernig þeir spiluðu úr höndum sér
löndum eins og Þýzkalandi og Austurríki á tímum, þegar
lýðræðið var sterkt í Evrópu. Síðan hefir veldi og álirifum
hægfara jafnaðarmanna linignað stórum, lýðræðið stend-
ur nú höllum fæti í álfunni, en fasisminn liefir styrkzt í
sessi. Eins og nú er komið, eru þeir auðsjáanlega enn síður
einfærir um að hjarga heiminum frá fasismanum. Það
hreytir litlu, þó að bent sé á kosningasigra hægfara jafn-
aðarmanna á Norðurlöndum. Þetla eru tiltölulega einangr-
uð fyrirhæri. Eftir að fasisminn liefði lagt undir sig önn-
ur lönd í Evrópu, væru Norðurlönd ekki nema liæfileg
kjaftfylli fyrir liann, og þar með væri fullkomnuð viður-
slyggð eyðileggingarinnar.
Eru þá kommúnistarnir einfærir um að hjarga heim-
inum frá fasismanum? Þeir viðurkenna sjálfir, að svo
sé ekki. Til þess eru þeir ekki nógu öflugir í Vestur-
Evrópu, þar sem sóknin er liarðvitugust af hálfu aftur-
lialdsins. Aftur á móti er enginn vafi á því, að alþjóðleg
samfylking þessara tveggja aðilja væri sá kraftur, sem
unnið gæti hug á þessari alheimsógæfu. Að leggja stein i
götu slíkrar sanifylkingar væri óafplánanlegur glæpur við
alþýðu allra landa.
Hin pólitíska lireyfing verkalýðsins í heiminum er sain-
einuð í tveim öflugum alþjóðasamböndum, Alþjóðasam-
handi hægfara jafnaðarmanna og Alþjóðasambandi
kommúnista. Hið siðarnefnda er all-miklu stærra og út-
118