Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 119
breiddara og telja sumir, að flokkar þess hafi sannað yf-
irburði sína með þvi að skapa tvö sósíalistísk ríki, sovét-
rílcin rússnesku og kínversku, með um 300 milljónir ibúa
samanlagt. Þessi tvö alþjóðasambönd, sem stefnusinnisam-
kvæmt berjast fyrir sama lokatakmarki, liafa af sögulega
grundvölluðum ástæðum báð harðvítuga baráttu sín á
milli, en breyttar aðstæður valda því, að framliald þess-
arar baráttu myndi þýða ósigur beggja fyrir sameiginleg-
um óvini, sem um þessar mundir býður af sér alvcg sér-
staldega ógnandi hættu. Nú býður hið stærra sambandið
binu smærra til samfylkingar og setur engin önnur skil-
yrði en þau, að raunverulega sé barizt fyrir atriðum, sem
standa á stefnuskrá beggja og að viðurkennt sé jafnrétti
beggja aðilja. Forráðamenn hins minna sambandsins
bafna tilboðinu.
í heiminum eru 40 milljónir félagsbundinna verka-
manna, sem sameinaðir eru í tveim alþjóðasamböndum,
Amsterdamsambandinu undir forystu liægfara jafnaðar-
manna og hinu rauða verklýðsfélagssambandi undir
kommúnistískri forystu. Hið síðarnefnda er fjölmennara
og útbreiddara og á sér í Sovétrikjunum einum saman
um 20 milljónir meðlima. Hið fyrrnefnda sameinar innan
vébanda sinna um 16 milljónir meðlima. Þar af teljast þó
nokkrar milljónir til samfylkingarfélaga með all-miklu
róttækari stefnu en sambandið í heild sinni, til dæmis 5
milljónir í Frakklandi, þar sem tala félagsbundinna
verkamanna var, áður en samfylkingin tókst, innan við
milljón, svo að vöxt sinn á síðustu tímum á þetta alþjóða-
samband einmitt samfylkingunni að þakka. Nú hefir hið
stærra sambandið boðið hinu smærra til samfylkingar og
jafnvel sameiningar á jafnréttisgrundvelli. En hinir aft-
urhaldssömu foringjar þess liafa enn getað komið í veg
fyrir, að þessu tilboði væri sinnt.
Eiga þá örlög verklýðshreyfingarinnar og lýðræðisins
í héiminum að vera komin undir geðþótta nokkurra aft-
urhaldssamra og lirokafullra jafnaðarmannaforingja, sem
119