Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 120
náð hafa eins konar alræðisvaldi innan samtakanna og
virðast heldur kjósa að tefla þeim í glötun en að taka
samfylkingunni, af hégómlegum ótta við það, að hin
hyltingarsinnaða verklýðshreyfing kunni að taka for-
ystuna? Sá, sem hefir trú á sínum málstað, óttast ekld,
að forystan renni honum úr höndum, þó að samfylking
takist. Og liverju skiptir það auk þess i augum alþýð-
unnar, hverjir hafa forystuna, ef hagsmunamál liennar
eru á annað borð framkvæmd? Eru ekki foringjar hæg-
fara jafnaðarmanna einmitt með þessari afstöðu að tefla
forystu sinni í hættu? Hljóta ekki hinir óbreyttu liðs-
menn þeirra að líta svo á, að sá aðilinn, sem berst fyrir
samfylkingunni, reki raunsærri pólitík, láti stjórnast af
meiri samvizkusemi og ábyrgðartilfinningu gagnvart því
hlutverki sem honum ber að rækja, þar sem sýnt er, að
hann býður ekki til samfylkingar af því, að hann sé smár
og fáliðaður og einskis megnugur einn síns liðs, eins og
stundum hefir verið haldið fram.
Hinni vinsamlegu gagnrýni þessarar greinar er ein-
göngu beint gegn tiltölulega fámennum hópi forhigja
liægfara jafnaðarmanna. Og það er ekki verið að gagnrýna
þá sem hægfara jafnaðarmenn — það er engan veginn
lilutverk þessa rits — lieldur sem andstæðinga samfylk-
ingarinnar og um leið mjög vafasama vini verklýðs-
ríkisins rússneska. Hinir óbreyttu liðsmenn þess-
ara foringja eru ekki andstæðingar samfylkingarinnar.
Það má fullyrða, að eitt orð frá foringjunum myndi
nægja til að brjóta ísinn og gera samfylkinguna fram-
kvæmanlega þegar i stað um allan heim.
Fjórði hluti Evrópu stynur undir blóðugri martröð
fasismans. Þetta viti firrta afturhald, sem samtvinnar í
eðli sínu alla grimmd fornaldarinnar, allt hið andlega
myrkur miðaldanna, alla auðvaldsspillingu nútímans,
býst til að leggja undir sig heiminn. Frelsið, mannrétt-
indin og menningin eru í liættu, ef þetta tekst. Lýðræðið
Í2Ö