Rauðir pennar - 01.01.1936, Qupperneq 129
a land i Naustafjörunni, hugsunin um það gerði hann
ringlaðan. Það var eins og heimskulegur draumur, sem
gott er að gleyma, þegar maður vaknar.
En hann gat bara ekki vaknað upp frá þessu. Að stund-
arkorni liðnu átli að halda uppboð á ruslinu hans —
byttunni lika, og á morgun flyttu þau svo alfarin, Rann-
veig og hann, það hafði þó hvorugt þeirra ætlað að fara
iifandi frá Naustum.
Annað hugsaði hann hér á árunum, þegar hann kvænt-
ist og tók við lcotinu slculdlausu og laglegu búi með, þá
þóttist hann vera maður með mönnum og fær um að
halda öllu í liorfi með henni Rannveigu. En hvernig var
það nú? Var hann búinn að sólunda eigum hennar? Var
það hans sök að liún varð að hrekjast út á kaldan klak-
ann á gamals aldri? Hann hafði þó unnið haki brotnu
öll þessi ár, hæði á sjó og landi, og óhófsmaður hafði hann
aldrei verið, hragðaði aldrei vín og sparaði svo við sig tó-
bakið síðustu árin, að það gat varla talizt til útgjalda. —
Þau höfðu aldrei haft nema fyrir tveimur bömum að sjá,
og nú voru þau löngu uppkomin; meðan þau voru lítil
gekk allt betur. — Ólánið byrjaði, þegar þau létu byggja
húsið fyrir tólf árum, þvilíkt bölvað óráð að byggja þenn-
an rándýra hjall, sem aldrei var fullgerður, í staðinn fyr-
ir laglega baðstofu. Þá fyrst fór hann að skulda fyrir al-
Vöru, og skuldin fór smávaxandi, þangað til Jón á Fit,
deildarstjórinn hans, vildi ekki hafa hann lengur i deild-
inni, og þvældi hann í að taka lán í bankanum og veðsetja
jörðina, það var svo sem auðvitað livernig það hlaut að
enda. — Honum datt oft í hug, það sem liann heyrði haft
eftir sýslumanni einum í ungdæmi sínu, að eins vel mætti
verja rangt mál og rétt. Ef það væri satt, var ekki að búast
við að lögin væru mikill styrkur fyrir smælingjana, sem
engan áttu að til að verja sín mál. Hann botnaði sáralítið
í öllum þeim viðskiptaflækjum, sem talað var um nú á
dögum, en hann vissi að þó Jón á Fit væri skuldugur upp
vfir höfuð fyrir þær margvíslegu framkvæmdir, sem hann
129