Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 130
hafði með höndum, þá var eins og það gerði honum ekkert
til, hann brá sér bara suður i fyrravetur, og það var full-
yrt, að hann hefði fengið uppgjöf á meirihluta af skuldum
sínum.
Naustaheimilið varð ekki fyrir slíkri náð. Eitthvað
hefði það nú samt lafað lengur, ef Steini hefði haft
lieilsuna.
Snörp vindhviða blés framan af víkinni og lamdi
nokkrum haglkornum í andlitið á Halli gamla. — Hann
ætlaði þá að standa sig með fardagaliretið, ekki gat hann
haldið út með að hafa vorið þolanlegt eftir þennan heljar-
vetur, baslið i vetur og matarkaupin handa skepnunum
höfðu þó áreiðanlega komið við fleiri en hann. Mikið, ef
það færi ekki að losna um suma, þegar farið yrði að ganga
eftir þeim skuldum. Hann vissi um marga, sem áttu i
bölvuðu basli, en hans áslæður voru ekki betri fyrir það,
— og svo tók hann þetta allt sárast vegna Rannveigar. Öll
hans barátta, öll handtök hans á Naustum voru einskis nýt,
og nú stóð hann þarna i nepjunni, svo óendanlega úrræða-
laus, þreyttur og vonsvikinn.
Hann seildist eftir árunum, sem lágu yfir þófturnar i
byttunni, hagræddi þeim betur, eins og hann vildi Iáta
fara sem bezt um þær, tók upp færið sitt og tvö þorska-
kóð, sem hann hafði dregið, það var ekki að búast við afla
i þessu rytjusjóveðri, hann hafði heldur ekki ýtt fram í
neinni aflavon, heldur fyrir eitthvað annað, sem hann
skildi ekki sjálfur.
Hálfósjálfrátt strauk hann sigghörðum lófanum um
horðstokkinn, mjúkt og varlega eins og menn strjúka koll
á bami, strauk aftur og aftur, en allt í einu kippti hann
að sér hendinni, bar rifna tóbaksklútinn snöggvast að aug-
unum og ræskti sig vandræðalega, svo rölti hann, án þess
að líta um öxl, upp sneiðinginn, sem lá upp frá fjörunni,
með færið sitt og kóðin í hendinni, hokinn í hnjánum,
með lotnar herðar.