Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 132
úlri við ekki þurft að lilusta á þessi andstyggilegu hamars-
högg.“
„Yitleysa er í þér drengur.“ „Víst er það vitleysa,“ sagði
hann, „en það kemur stundum yfir mann að langa svo ó-
stjórnlega til að eiga peninga, eins og allt væri undir því
komið.
Að hugsa sér þegar læknirinn sagði, að ég myndi verða
albata, ef ég kæmist strax til sérfræðings í Reykjavik. Það
er ekki vitlaust að segja svona við mig og mína líka. Hefðu
þetta verið berklar en ekki taugagigt. Ég liefi oft óskað að
ég væri berklaveikur, þá hefði ég fengið hjálp til að leita
mér lækninga.“
„Segðu þetta ekki Steini minn, guð hjálpar öllum, sem
treysta honum, en það verður hvað eina að biða síns tíma.“
IJngi maðurinn svaraði engu, og að þessu sinni láðist móð-
ur lians að ávíta hann fyrir háðsbrosið, sem leið um varir
háns.
Hún hraðaði sér fram í eldhúsið og fór að sýsla við
kaffið, en það gekk seint og snúningasamt fyrir henni,
sjónin var farin að tapa næmleilc sínum og hendurnar
ekki lausar við riðu. í þetta sinn var hún venju fremur
skjálfhent, það var eittlivert óeðlilegt fum í fasi þessarar
konu, sem var orðlögð fyrir stillingu. Hún hugsaði um
drenginn sinn. Hann hafði alltaf verið óhraustur frá því
hann var lítill, en kappsamur og ósérhlífinn og lcvartaði
aldrei fyrr en i fulla hnefana. Nú ótlaðist hún að vanheilsa
hans kynni að stafa af ofmikilli vinnu í uppvextinum. Það
var voðalegt að vita liann þjást og geta ekki leitað honum
þeirrar lækningar, sem ef til vill var fáanleg. Marga nótt
hafði hún vakað hjá honum, vakað og beðið, en livað gat
hún gert fyrir hann? Hvaða ráð hafði hún, þegar þau gátu
varla veitt sér brýnustu lífsnauðsynjar. Þegar svona veik-
indi bar að höndum, var ekki nema um tvennt að velja
fyrir fátæklingana, að fara á mis við alla gagnlega lijálp,
eða leita á náðir sveitarinnar. Og það gat hún ekki, ekki
hér þar sem allir þekktu hana, ekki á meðan hún var
132
>