Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 133
Rannveig í Naustum. Ef til vill færi svo að lokum, að þau
yrðu mannaþurfi, þegar þau væru komin á mölina, en það
yrði kannske ekki eins óbærilegt þá, þegar allt var breytt.
I þessari sveit þurfti enginn að telja neitt eftir henni
eða börnum hennar.
En nú átti hún ekkert framar. Bankinn tók jörðina.
Þau fleygðu öllu frá sér og voru að flytja í kaupstað, þar
sem liún hafði einu sinni komið fyrir mörgum árum, en
þar sem dóttir hennar var nú búsett, gift verkamanni með
stopula atvinnu. Ekki var nú álitlegt með að Hallur hefði
sig þar áfram, eins slitinn og hann var orðinn.
Eina ljósglætan i þessari ráðabreytni var vonin um að
geta frekar leitað Steina lækninga. Nú var sagt, að
stofna ætli almennar sjúkratryggingar í kaupstöðum.
Þær yrðu auðvitað dýrar fyrir þau, en hér þekktust eiig-
ar tryggingar, hvorki 'illar né góðar. i
Hún var búin að raða fimm bollapörum á bakka —
það varð að hafa það þó tvö af þeim væru ósamstæð -4-
og kleinum og jólabrauði á fat. Hún hafði reyndar ver-
ið hveitilaus um tíma, en hún geymdi alltaf brauð handa
gestum. Kaffikannan stóð brennheit á stónni.
Rannveig gekk út að glugganum og leit út á hlaðið,
þar sem verið var að ljúká við að skipta upp gamla
Naustabúinu. Þeim var víst sárkalt mönnunum, skelfing
var Hallur aumingjalegur, gat hann ekki borið sig svo-
lílið betur. Hún renndi augunum yfir túnið, þar sem hún
hafði tint blóm í bernsku sinni og hirt um hey í meira
en fimmtíu sumur, yfir höfðana, víkina og fjörðinn.
Þetta útsýni gat verið fallegt og hlýlegt, eða svo fannst
henni að minnsta kosti, nú var það grátt og nöturlegl,
með úfinn sjó og þykkan éljabakka úti fyrir.
Þetta var síðasti dagurinn í Naustum, þar sem hún
hafði átt heima frá því hún fyrst leit dagsins ljós fyrir
sextíu árum. Og hvers hafði liún að minnast, eftir öll
þessi ár? Erfið æska, þrotlaus vinna, engin tilbreyting
eða skemmtanir, fráfall foreldra og systkina. — Eitt
133