Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 134
hamingjusamt ár, svo drukknaði Unnsteinn, fyrri mað-
urinn hennar fyrir augunum á henni í ofviðri, frammi á
víkinni. En ekki einu sinni það, gat slitið ræturnar, sem
hundu hana við þennan stað. Hún stofnaði heimili á ný,
áfram þrotlaus vinna, stríð og amstur, meiri og meiri
fátækt með hverju ári sem leið. Og þó var sársaukinn
svona nístandi, þegar hún hugsaði um burtförina; henni
fannst sem hún myndi ekki þekkja sjálfa sig framar.
Hún heyrði rödd Halls í útidyrunum: „Gerið þið svo
vel að koma inn, kaffið bíður“. —
Þá var þessu lokið.
Skóhljóð gestanna barst til stofunnar. Rannveig tók
bakkann og könnuna og bar inn. Hún tók á öllu sínu
þreki til að vera róleg og bera höfuðið liátt. Þeir skyldu
ekki þurfa að aumkva gömlu konuna á Naustum. Þeir
höfðu víst nóg með að vorkenna Halli.
Meðan gestirnir drukku, tyllti hún sér á rúmstokkinn
hjá Steina og greip prjónana sína. — Samtalið gekk
slitrótt. Hreppstjórinn, sem nýlega var fluttur í sveitina
var þurrlegur og fár, hann var af merkum ættum, og þótti
liklega ekki hæfa virðingu sinni að bjóða upp gamalt
skran á kotbæ og drekka úr þrælapari. Honum hefir lík-
lega verið liðugra um málbeinið í kveðjusamsæti læknis-
hjónanna um daginn, hugsaði Rannveig. Hinir voru
gamlir nágrannar og yfir þeim var einhver hátiðleiki,
næstum eins og þeir væru viðstaddir útför gömlu lijón-
anna. Veðráttan var eina umræðuefnið, liarðindin í vet-
ur, vorbatinn og hretið, sem nú var að skella á. Enginn
minntist á það, sem allir hugsuðu, að þetta var alvarleg
skilnaðarstund. — Þessum veðurteknu bændum var
annað tamara en að lialda skálaræður. Viðdvölin var líka
stutt, hreppstjórinn þurfti að flýta sér og hinir fylgdust
með honum. Hallur fylgdi gestunum til dyra. Rannveig
heyrði þá bjóða honum hjálp sína, þegar hann færi að
flytja.
Mæðginin voru tvö ein inni i tómlegri, kaklri stofu,
134