Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 135
hvort með sinn vanmátt. Úti var að hvessa, í vesturglugg-
anum var laus rúða, sem hrykkti í við hverja vindhviðu.
— Ungi maðurinn var farinn að blaða í hefti af „Sam-
tíðinni“, án þess að lesa eitt orð. 1 andlitsdráttum hans
var þjáning, en hann beit saman tönnunum og þagði. —
Móðirin strauk blíðlega yfir enni hans.
Hallur kom inn, settist við horðið og fékk sér mola-
sopa í einn gestabollann. — „.Tæja, þá er þetta búið, Rann-
veig mín,“ sagði hann upp úr þurru. „Jiá, sagði hún og fór
að telja á ])rjónunum sínum. „Það verður ekki stór upp-
hæð, sem maður fær fyrir þetta,“ sagði hann. Ætli það
verði mikið meira en fyrir flutningnum. Það var boðið í
byttuna fj'rir Jón á Fit, og hún fór á áttatíu krónur. Hún
verður honum þó ekki bráðónýt, minnsta kosti ekki við
rauðmagann á vorin.“ „Það er liklegt.“ „Það hefðu komið
fleiri, ef veðrið hefði verið skárra. Þeir gerðu það mest af
góðmennsku sinni að koma, svo þetta kæmist af fyrir far-
dagana.“ — „Jæja.“ Það varð löng þögn. Svo sagði Hallur
lágt, eins og við sjálfan sig: „Hvað ætli verði þá úr mér
þarna, þegar ég þarf að vera mér út um vinnu?“
Þá leit Rannveig í Naustum upp. „O, þú hefir þig sjálf-
sagt áfram þar eins og hér,“ sagði hún. Því svaraði hann
engu, en stóð seinlega á fætur, náði í liúfuna sína og fór
út, —- það var vissara að líta eftir yngstu lömbunum, ef
það skyldi snjóa í nótt.
Rannveig horfði á eftir lionum, og á þeirri stund kenndi
hún ákafrar samúðar með þessum lotlega manni, sem hún
hafði eiginlega aldrei elskað en giftist til þess að geta búið
áfram i Naustum. Kannske var hann ólánsamari en hún.
En hún gat ekkert sagt honum til liughreystingar.
Stormurinn hélt áfram að þjóta og það dimmdi í lofti,
þétt haglél skall á rúðunum, miskunnarlaust eins og örlög
smælingjanna.
135