Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 136
6ÍSLI ÁSMUNDSSON
HINIR HLDTLAUSU MENNTAMENN.
I.
Úr öllum áttum steðja nú erfiðleikar og vandamál að
hinni íslenzku þjóð. Hún þarf að taka afstöðu til þeirra
allra, sumra tafarlaust, sumra innan skamms. Og vanda-
mál nútímans eru flókin fyrir sjónum fólksins. Talsmenn
hinna ýmsu þjóðmálastefna boða sínar lausnir, sem marg-
ar hverjar ganga i þveröfuga átt hver við aðra. Þjóðin
veit, að framtíð hennar er undir því komin, hverja lausn-
ina hún velur, liún veit, að sé ein lausnin rétt, er önnur
hraparleg villa. En livað er rétt og hvað er rangt, það er
hin mikla spuming, sem margur á erfitt með að svara af
eigin ramleik. Á slikum alvörutímum kemur það ein-
kennilega fyrir, að sá hópur manna, sem öðrum fremur
hefir aðstöðu til að kunna skil á því, sem um er deilt,
menntamennirnir, skuli draga svo mjög að kveða upp
dóm sinn. Mikill liluti mennlamannanna hefir enn ekki
tekið opinberlega afstöðu til þeirra deilumála, sem nú eru
ákafast rædd, mála sem varða efnalega og menningarlega
framtíð þjóðarinnar, varða sjálfstæði manna og frelsi.
Þetta tómlæti er því einkennilegra, að menntamenn þessir
eru flestir nákunnugir af eigin reynd hinni hörðu lífsbar-
áttu, sem meginþorri þjóðarinnar verður að heyja, eru
136