Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 137
flestir af alþýðufólki komnir og ættu því ekki að telja sér
hlutskipti alþýðunnar með öllu óviðkomandi.
Nú sem stendur er háð liörð barátta um það, hvaða
stefnu skuli fylgt í atvinnumálum. Þessi barátta fer meðal
annars fram á fræðiiegum grundvelli. Tvær aðal stefnur
leggja rök sín fyrir þjóðina: Séreignarstefnan, sem vill að
framleiðslutækin verði eins og áður í höndum einstak-
hnga, og sameignarstefnan, kommúnisminn, sem heldur
þvi fram að framleiðslutækin eigi að vera sameiginleg
eign þjóðarinnar. Foringjar séreignarstefnunnar segja:
Einstaklingsframtakið er hornsteinninn að vehnegun og
farsæld þjóðfélagsins. Sterkir einstaklingar skapa sterkt
þjóðfélag. Lítið á okkur, við getum (stundum) veitt at-
vinnu og brauð, af því að við eigum framleiðslutækin. Ef
við fáum enn frjálsari liendur en við nú höfum, verðum
undanþegnir liáum sköttum, fáum að ráða því, hve hátt
kaup við borgum, þá getum við veitt enn fleira fólki at-
vinnu, þá er þjóðinni borgið. Þar sem einstaklingar mega
eiga framleiðslutæki, þar getur öllum liðið vel. Litið á
okkur: við höfum byrjað með lítið, og við höfum komizt
yfir mikið, af þvi að við erum duglegir menn. Þeir sem
eiga lítið eru duglitlir menn. Hvernig er umliorfs í landi
kommúnismans ? Þar er fólkið pískað áfram af blóðþyrst-
um harðstjórum. Þar deyja milljónir úr liungri. Þar eru
prestar drepnir og konur þjóðnýttar. Lítið á okkur. Ef
okkar stjama lækkar, verður myrlcur í lofti, verður grát-
ur meðal þjóðarinnar.
Kommúnistar segja: Sameign framleiðslutækjanna er
grundvallarskilyrði fyrir velmegun, frelsi. Séreignarstefn-
an hefir lifað sinn dag. Hér eftir skapar hún vaxandi ör-
birgð, vaxandi menningarleysi, vaxandi harðstjórn, stríð.
Lítið á reynsluna, lítið á hvað gerist í heimi séreignar-
stefnunnar. Eftir því sem framleiðslutækin verða full-
komnari og stórvirkari, eftir þvi fjölgar þvi fólki, sem
fyrirmunað er að njóta þess, sem framleitt er. Meðan
hundruð milljóna líða næringarskort, fyllast öll forðabúr af
137