Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 138
matvælum. Þegar atvinnurekendurnir geta ekki selt vörur
sínar meö hagnaði, brenna þeir þær eða varpa þeim í sjó-
inn og þiggja síðan verðlaun af hinu opinbera fyrir að
takmarka framleiðsluna. Þegar hungrandi fjöldinn gerir
kröfu um vinnu og brauð, er honum svarað, að hann geti
hvorugt fengið. Geri hann sig ekki ánægðan með svarið,
er það endurtekið með vélbyssum og táragasi, og láti hann
sér enn ekki segjast, er liann sviptur öllum íhlutunarrétti
um afkomu sína, en foringjar lians lokaðir inni í fanga-
búðum eða gerðir endanlega liættulausir með liengingar-
ól og öxi. En allar þessar þjóðhollu ráðstafanir eru engan-
veginn fullnægjandi frá sjónarmiði atvinnurekendanna.
Salan á vörum þeirra er enn ónóg; þeir verða að vinna
nýja markaði. Fyrir 20 árum fórnuðu þeir 12 miljónum
mannslifa til að vinna nýja markaði, og þeir sem afskipt-
ir urðu þá, eru þegar byrjaðir á ný að myrða saklaust
fólk sér til fjár og eru í þann veginn að hleypa af stað
nýju alheimsblóðbaði í sama augnamiði, miklu stórkost-
legra en hinu fyrra. Allar þessar ógnir stafa af séreign
framleiðslutækjanna. Þeir sem vilja viðhalda því skipu-
lagi, leggja um leið blessun sína á allar þessar ógnir.
Litið á reynsluna. Fyrir nítján árum voru Sovétríkin
stofnuð. Þjóðin hungraði, landið var fiátækt að fram-
leiðslutækjum. I þrjú ár óðu um það erlendir og innlend-
ir óvinaherir, brenndu, drápu, skemmdu. Þó eru Sovét-
ríkin nú blómlegasta land heimsins. í Sovétríkjunum
fleygir áfram velmegun og menningu. Þar er fullkomn-
asta lýðræði i heimi. Reynslan hefir þegar sannað, að
kommúnisminn er það, sem koma skal.
Fólkið í landinu hlustar á málflutning þessara tveggja
stefna. Tvær ólíkar raddir. Önnur er voldug, nær út á
yztu annes, hefir sannfæringarmátt hins sterka. Hin er
veik, slitrótt, of heillandi til að vera sannfærandi. Fólkið
hlustar. Hverju á það að trúa? Hvað segja hinir hlullausu
menntamenn?
Menntamennimir — þeir sem taka hlutverk sitt alvar-
138