Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 139
lega — eru þekkingarinnar menn. Þeir eru hópur útvaldra,
sem á að fræða fólkið, hjálpa því til að velja og hafna í
samræmi við niðurstöður þekkingarinnar. Hvað er eðli-
legra en að dóms þeirra sé leitað í mikilsvarðandi málum
þjóðarinnar. Og hvað er eðlilegra og sjálfsagðara en að
þeir gefi skýr og áreiðanleg svör. Þeir hafa aðstöðu til
að vita hið sanna og þeim ber skylda til að vita hið sanna.
II.
Meginþorri þjóðarinnar stendur nú gagnvart viðfangs-
cfni, sem margir vonuðu um skeið, að væri endanlega
leyst i þessu landi: öflun hinna frumstæðustu lífsnauð-
synja. Verkamaðurinn þarf að ráða fram úr því, hvernig
hann á að framfleyta fjölskyldu sinni allt árið á fárra
mánaða atvinnu eða jafnvel án atvinnu með öllu. Sjómað-
urinn, sem kemur heim eftir vertíðina kauplaus eða jafn-
vel með fæðisskuld, verður að leysa þann vanda, að halda
hungrinu frá lieimili sínu til næstu vertíðar. Einyrkinn,
sem sér hýbýli sín,torfkofana, verða hrörlegri og hrörlegri,
spyr sjálfan sig, hvað við taki, þegar hreysið fellur. Á hann
að stofna til nýrra skulda, sem litlar líkur eru til, að hann
geti staðið straum af, eða á hann að flytja á mölina í at-
vinnuleysið? Þúsundir bænda verða að minnka útgjöld
sin til fæðis og klæða svo sem framast er unnt, til að geta
staðið í skilum við lánardrottna sína. Sá hluti alþýðunnar,
sem bezt er á vegi staddur, má húast við því, að áður en
varir klappi skorturinn á dyrnar, ef liinu sama fer fram.
Samhliða þessari vaxandi fátækt alls þorra þjóðarinnar
fer svo fram áframhaldandi auðsöfnun hinna riku. Stefn-
an er ótvíræð, þróunin hraðfara. Hinir mörgu og fátæku
verða fátækari, en hinir fáu og ríku verða ríkari.
Eðlilega skapar hið hraðversnandi ástand vaxandi á-
hyggjur meðal fólksins. Það spyr um orsakirnar,
það spyr um lausnina. Það er reiðubúið að vinna,
en það vill geta lifað af vinnu sinni. Stjórnmála-
flokkarnir svara: Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur hinna
139