Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 140
ríku, staðhæfir að atvinnuleysið, fátæktin, sé þvi að kenna,
að núverandi þingmeirihluti og rikisstjórn séu að fram-
kvæma sósíalismann. Hann biður fólkið að leggja stjórn-
artaumana í sínar hendur, þá muni því vel vegna. For-
ráðamenn miðflokkanna slcella skuldinni á heimskrepp-
una og fullvissa fólkið um að þeir séu á móti hinum ríku.
Til þessa hafa þeir þó hlíft hinum ríku og lagt nýjar álög-
ur á fólkið. Neyðin er þvi að kenna, segir kommúnista-
flokkurinn, að það er ekki verið að framkvæma sósíal-
ismann.
Neyðin er fyrst og fremst því að kenna, að fjárhags-
örðugleikar rikisins eru látnir lcoma niður á alþýð-
unni í stað hinna ríku. En fólkið í landinu getur tekið
höndum saman án tillits til þess, Iivort það vill só-
síalisma eða ekki, í baráttunni gegn atvinnuleysinu, skort-
inum, sameinazt um að vernda þau réttindi, er það hefir,
og koma í veg fyrir, að hættulegasti óvinur þess, fasism-
inn, komist til valda á íslandi. Hinir ríku bera ábyrgðina
á hinum versnandi liag fólksins, þeir hafa mótað hina
x-ikjandi stjórnarstefnu, i þeirra höndum er það fé, sem
iil þess þarf, að draga úr sárustu neyðinni. Látum hina
ríku borga. —
Barátta stjórnmálaflokkanna um framtíð þjóðarinnar
harðnar með hverjum mánuði, sem liður. Annars vegar er
málstaður hinna fáu og riku, liinsvegar málstaður liinna
mörgu og fátæku, málstaður fólksins. Annarsvegar eru
flestöll áhrifatæki landsins, liinsvegar fáein, lítil blöð.
Mikill hluti þjóðarinnar er á báðum áttum. Úrslitin eru
enn tvisýn. Hvað segja hinir hlutlausu menntamenn?
Hvert stefnir það þjóðfélag, þar sem hinir ríku verða rík-
ari og hinir fátælcu fátækari. Er það ekki á leið til fasism-
ans? Hvað verður um menninguna í þessu fámenna landi,
ef öllum þorra þjóðarinnar er fyrirmunað að lifa menn-
ingarlífi?
Hinir hlutlausu menntamenn, þ. e. a. s. meiri hluti
allra menntamanna landsins, eru það vald, sem getur ráð-
140