Rauðir pennar - 01.01.1936, Qupperneq 142
veldið. Það er full ástæða til að óttast áform Bretlands.
Það hefir áður lagt midir sig lönd með fjármálavaldinu
einu saman, og því mun ekki verða skotaskuld úr því, að
leika sama leikinn gagnvart Islandi, ef ekki er leitað gagn-
ráðstafana í tíma.
Þó er liættan jafnvel ennþá meiri annars staðarfrá.Það
er orðið augljóst, að Hitler-Þýzkaland telur Island innan
áhuga^væða sinna.Það heitirnákvæmlega sömuaðferðum
i viðskiptapólitík sinni gagnvart Islandi og þeim löndum,
er það gerir sér far um að ná tangarlialdi á. Þessi hætta
er því geigvænlegri, að Þýzkaland liefir áþreifanlega sýnt
það undanfarið, að það virðir að vettugi alþjóðalög og
reglur, það brýtur gerða samninga, það undirbýr og styð-
ur vopnaðar fasistauppreisnir, rekur í rauninni algerða
stigamennsku í utanrikismálum.
Einföldustu staðreyndirnar eru kunnar, en klíka fjár-
plógsmannanna, sem mestu ræður á sviði utanríkismál-
anna, heldur áfram að leyna því sem leynt verður. Hún
gerir hvern leynisamninginn af öðrum við erlend
ríki, samninga, sem engin ástæða er til að leyna
fyrir þá sök, að þeir fela í sér sérstakar ivilnanir
fjnir ísland, heldur miklu fremur af því, að þeir eru
óverjandi frá íslenzku sjónarmiði. Það virðist vera
kominn tími til að atliuga, hvaða hagsmuni jieir menn
eru að verja, sem hafa áhrif á íslenzk utanrikismál.
Eru það hagsmunir islenzku þjóðarinnar, eða eru það
kannske sérhagsmunir þeirra sjálfra eða jafnvel erlendra
auðfyrirtækja og ríkja? Þetta er alvarleg spurning, en
hún er réttmæt. Það er vitað um nokki-a af þessum mönn-
um, að þeir eru umboðsmenn erlendra auðhringa á Is-
landi, aðrir eru stóratvinnurekendur og eiga þar af leið-
andi mikilla sérhagsmuna að gæta. Slíkir sérhagsmunir
hafa komið fram í íslenzkum milliríkjasamningum. Þess-
ir menn bera ábyrgðina á því, að sjálfstæði landsins er í
Iiættu. Þeir hafa leynt þjóðina þessari hættu, meðan þeir
gátu, og þeir halda láfram að fara með utanrikismálin
142