Rauðir pennar - 01.01.1936, Qupperneq 147
Sunnudaginn 20. september nú í haust kom ég á skipi
frá Hollandi til Hull í Englandi. Ætlaði ég að taka Detti-
í'oss þar heim til íslands, en hann var á leið frá Hamborg,
að því er ég ætlaði, og átti að vera kominn til Hull á mánu-
dagsmorgun 21. sept. Á mánudagsnóttina var ég á gisti-
húsi nálægt járnbrautarstöðinni, en þar hafði ég komið
farangri mínum í geymslu; ætlaði ég að flytja mig um
borð í Dettifoss strax á mánudagsmorgun. Á mánudags-
morguninn símaði ég á afgreiðslu „Eimskip“ í Hull, og
fékk þá óvæntu fregn, að Dettifoss væri svo Iangt á eftir
áætlun, að hann myndi ekki koma til Hull, fyrr en á
fimmtudagsnótt. ,
Mér brá fremur ónotalega. Ég liafði dvalið erlendis á
þriðja mánuð og var vitanlega búin að eyða mínum litla
útlenda gjaldeyri. Taldist mér svo til, að ég mundi eiga
eftir rúma 10 sh. í enskum peningum, þegar ég væri búin
að borga reikning minn á gistihúsinu fyrir þessa nótt,
sem ég hafði verið þar, og var sá næturgreiði rúmlega 10
sh. Hafði ég þá peninga til að borga fyrir eina nótt í við-
bót, en átti að bíða eftir skipinu í þrjár nætur ennþá.
Ég liugsaði nú mitt ráð og ákvað að fara ofan á skrif-
stofu Eimskipafélagsins og vita, hvort ekki ynni þar ein-
hver íslendingur, hugsaði ég sem svo, að ef svo væri,
myndi hann kunnugur í Hull og kynni þá að geta útvegað
mér ódýrari gistingu. Varð ég mjög glöð, þegar ég félck
þær upplýsingar á skrifstofunni, að þar væri íslendingur,
og var mér vísað inn til hans. Sagði ég honum nú, hvernig
ástatt væri fyrir mér og bar fram erindi mitt. Benti ég á,
að ef Dettifoss hefði haldið áætlun. þá hefði ég komizt af
með þá útlendu peninga, sem ég hafði, en nú hefði ég að-
eins fé til einnar nætur í stað þriggja. Ekki sagði liann, að
unnt mundi vera að fá gistingu í Hull eða lifa fyrir minna
en um 10 sh. á dag. Hringdi hann þó í 1—2 staði og spurði
um verð á gistingu, en það var það sama og var á gistihús-
inu, sem ég hélt til á, svo það leit út fyrir að vera fast
verð. Ég spurði nú, hvort þessi landi minn þekkti þá ekki
147