Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 148
einhverja aðra íslendinga i Hull, því hugsazt gæti. að ein-
hver þeirra vildi eitthvað fyrir mig gera, að minnsta kosti
hefði það verið svo áður, að landar væru hver öðum hjálp-
legir, ef þeir liittust erlendis. Hann kvaðst enga þekkja, og
ekki vita um aðra, en eitthvað af togaraskipstjórum, sem
byggju fyrir utan borgina og þekkti hann ekki heimilis-
fang þeirra.
Mér fór nú að þykja óvænlega áhorfast. Minntist ég
þess þá, að á útleið þetta sama sumar hafði ég af tilviljun
komið á enskt heimili i Grimsby, sem stendur hinumeg-
in við fjörðinn, sem Hull stendur við. Þetta heimili leigði
stundum út lierbergi og tók gesti til dvalar fyrir aðeins 3
sh. á dag. Hafði húsmóðirin fengið mér útanáskrift sína,
þegar ég kvaddi, og sagt mér að heimsækja sig, ef ég
væri á ferðinni. Ég sagði nú eitthvað á þá leið, að það yrði
líklega ekki um annað að gera fyrir mig, en að fara yfir
til Grimsby og leita upp þetta heimili, ef ekki væri alltof
dýrt að komast þangað. Fannst íslendingnum það þjóð-
ráð, fletti upp í áætlun og sagði mér, á hvaða tíma dags-
ins ég gæti komizt til Grimsby, og skildum við að svo
húnu.
Ég hélt nú til gistihúss þess, sem ég hafði dvalið á, borg-
aði reikning minn, kvaddi og fór þaðan á járnbrautar-
stöðina. Lét ég í litla tösku það, sem ég nauðsynlega
þurfti að hafa með mér af farangri, en borgaði fyrir
geymslu á hinu næstu þrjá daga. Fór ég nú að spyrjast
fyrir um ferðir til Grimsby og fékk að vita, að far fram
og aftur kostaði á fjórða sh., og átti ég þá tæplega eftir
nægilega mikið til þess að borga fyrir mig í Grimsby 3
daga á þessu umrædda heimili. Samt sá ég ekki, að ég
gæti annað gert en að fara þangað. Var mér sagt á járn-
brautarstöðinni, að ég yrði að fara ofan að höfn og taka
skip þaðan, en ég hafði haldið, að ég kæmist frá járn-
brautarstöðinni.
Ég lagði þá af stað gangandi, því ég taldi réttast að
eyða ekki einu sinni aurum í sporvagnsfar, spurði ég til
148