Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 149
vegar og komst á endanum ofan að höfn. Þegar ég geng
þar eftir götunni, sé ég allt í einu skilti utan á húsi, þar
sem auglýst er, að þar sé hægt að fá gistingu og morgun-
mat. Hugsa ég með mér, að ekki geri til, þó ég liti á, hvern-
ig þarna sé umhorfs, og fer þvi inn. Kom ég inn í matsölu-
stofu og var talsvert margt fólk þar inni að matast, þvi
þelta var á hádegisverðartíma. Yoru þar karlar, konur og
börn, augsýnilega verkafólk og sjómenn, borðaði það
stóra skammta af einhverskonar ketrétti, og drakk te eða
kaffi úr gríðarstórum bollum. Fremur var óhreint þarna
inni og leirtauið ekki fyrsta flokks vara, en allt fór sið-
samlega fram. Ég spurði eftir húsráðanda og á meðan
ég stóð og beið eftir honum, kom fyrir skrítið atvik, sem
í mínum augum setti strax sinn blæ á þennan stað og
fólkið, sem þar kom.
Á meðal fólksins, sem sat þarna inni, var kona með lit-
inn dreng, 2—3ja ára gamlan, voru bæði mjög fátæklega
til fara og drengurinn var ákaflega magur og illa útlít-
andi. Þau höfðu ekki, eins og hitt fólkið, fengið sér mat,
heldur aðeins kaffi og brauðsneið með. Kom það í ljós,
þegar átti að fara að borga, að konan hafði tæplega aura
fyrir þessu, sem hún hafði fengið, en drenginn langaði í
meira. Sjómaður eða verkamaður, óhreinn og illa til fara,
sat þar álengdar við máltíð sína, sýndist satt að segja, að
hann mundi ekki liafa mikil auraráð heldur. Hann leitaði
i vösum sínum og lét á horðið lijá sér þá aura, sem hann
fann, kallaði á stúlkuna, sem gekk um beina og borgaði
mat sinn, urðu þá nokkrir skildingar eftir á borðinu. Þá
kallaði hann á drenginn, sem stóð á gólfinu, hálfvolandi,
sópaði því sem eftir var af peningunum af borðinu og
fékk honum, án þess að segja eitt orð við móðurina, og
hélt síðan áfram máltíð sinni.
Húsráðandi kom nú. Var það r"»*!nr um þrítugt, stór
og sterklegur, þokkalega til fara og vingjarnlegur í við-
móti, fékk ég þegar i stað bezta traust á honum. Ég spurði
hvað gisting og morgunmatur kostaði hjá honum, og var
14»