Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 150
það 2% sh. fyrir nóttina. Bað ég þá að lofa mér að sjá
herbergi það, sem ég gæti fengið og sýndi hann mér það.
Það var uppi á lofti, stórt og skuggalegt. Hvorki var það
sérlega hreint né loftgott, en sama vill brenna við á fínni
og dýrari stöðum í Hull. Ég spurði, hvort ég gæti fengið
hreint í rúmið og hvort ég gæti læst hurðinni að herberg-
inu. Hann lofaði hvortveggju og settist ég svo þarna að
og fór ekki lengra.
Ég fékk hreint rúm, eins og mér hafði verið lofað, en
með lykilinn að herberginu gekk allt ver; hann fannst
hvergi. Sagði húsráðandi mér að lokum, að ég yrði að láta
borð og stóla fyrir hurðina, ef ég væri hrædd um, að
komið væri inn mér að óvörum, annars skyldi hann á-
hyrgjast mér, að það yrði ekki gert. Stóð hann við það
loforð, þvi ég varð aldrei fyrir neinu ónæði i húsi hans,
og mætti aldrei öðru en hinni stökustu kurteisi og vin-
semd og tillitssemi á liæsta stigi frá sjálfum honum, þjón-
ustustúlkum hans, leigjendum og gestum. Dvaldi ég nú
þarna næstu þrjá daga og borðaði þar allar máltíðir, aulc
þess var húsráðandi sifellt að bjóða mér te eða kaffi.
Sagði ég honum friá upphafi, hvernig ástatt væri fyrir
mér og hver peningaráð mín væru. Reikningurinn, sem
hann færði mér yfir allt það, sem ég hafði notið í þessa
þrjá daga, hljóðaði upp á 11 sh., var reikningur sá sjálf-
sagt saminn með það fyrir augum, að láta peninga mína
endast.
Seinna fékk ég að vita, að verkamannafélag í Hull átti
hús það, sem ég dvaldi í og hafði þar fundi sína. Var þar
stór fundarsalur. Húsráðandi stóð framarlega 1 verka-
mannahreyfingunni og hafði áður verið fyrirlesari hjá
félaginu, en rak nú veitingahús þetta fyrir eigin reikning.
Sagði hann mér, að hann væri nú genginn yfir til „the
united front“ (samfylkingar). Hafði hann miklar áhyggj-
ur út af ástandinu á Spáni, og fylgdist með áfergju með
fregnum þaðan i útvarpi og blöðum. Taldi hann barizt
þar um lýðræði og menningu hins vestræna heims, og
150