Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 151
var allt annað en þeirrar skoðunar, að Englendingar ættú
að sitja hjá, á hverju sem gengi. Eftir þennan útúrdur
held ég nú áfram ferðasögu minni.
Heldnr var mér þungt i skapi fyrsta kvöldið í húsi þessu.
Fannst mér ég ein og yfirgefin, en sérstaklega þráði ég
þó íslenzkt fjallaloft og vatn úr Gvendarbrunnum. Vin-
gjarnleg þjónustustúlka kom inn til mín, spurði, hvort
hún gæti ekkert fyrir mig gert og taldi mig loksins á að
þiggja bolla af heitri mjólk. Hún sagði, að ég mætti trúa
því að þau vildu öll gera fyrir mig, það sem hægt væri,
og hún héldi að mig þyrfti ekki að iðra þess, að ég hefði
setzt að hjá þeim. Hafði stúlkan hin beztu áhrif á mig,
enda er það ótrúlegt, hverju vingjarnlegt viðmót getur
stundum áorkað; komst ég nú að þeirri niðurstöðu, að
þrír dagar og þrjár nætur mundu þó hljóta að líða ein-
hverntíma.
Ég háttaði nú og slökkti Ijósið, en ekki gat ég sofnað að
svo stöddu. Lá ég æðilengi vakandi og heyrði klukku í
fjarska slá 12. Þá var allt í einu byrjað að berja utan hús-
ið. Fannst mér ekkert undarlegt við það í fyrstu, því ég
hélt, að það væri næturgestur, sem kæmi svona seint.
Húsið var þó ekki strax opnað, og urðu höggin sífellt
hærri og ákveðnari, svo mér fór ekki að verða um sel,
hélt að einhver óþjóðalýður væri að brjótast inn. Loksins
heyrði ég, að húsið var opnað, og síðan mannamál og um-
gang um allt húsið, en ekki var þó komið inn til mín, og
að stundu liðinni hljóðnaði allt aftur. Húsráðandi sagði
mér næsta morgun, að þetta hefði verið lögreglan, hefði
hún verið að leita að morðingja, og hefði þessa sömu nótt
verið leitað í öllum gistihúsum um allt England. Sagðist
hann hafa beðið um, að ég væri ekki ónáðuð, og hefðu
lögreglumennimir trúað sér til þess, að óþarfi myndi að
leita í herbergi mínu. Las ég daglega í blöðunum um
morðmál það, sem hér var um að ræða, var morðinginn
ófundinn, þegar ég fór frá Englandi.
Á þriðjudagsmorgun var glaða sólskin, þó ekki næði
151