Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 152
sólin að skina inn i herbergi mitt, vegna húss, sem hyggt
var svo að segja fyrir gluggann. Þegar ég hafði lokið
morgunverði, fór ég út að litast um. Fann ég ljómandi
fallegan skemmtigarð með blómabeðum og gosbrunni ekki
all-langt frá samastað mínum. Sat ég þar með vinnu mína
mestallan daginn og leið nú vel. Um kvöldið, þegar ég var
komin lieim í herbergi mitt, kemur húsráðandi upp til
mín og spyr, hvort mér leiðist ekki að sitja þarna ein og
hvort ég vilji ekki heldur koma niður í eldhúsið til þeirra.
Yarð það úr, að ég þáði það.
1 eldhúsinu var einskonar baðstofuhf. Leigjendur húss-
ins, sem að mér undanskilinni voru allir sjómenn, sátu
annaðhvort með pípur sínar og tebolla fyrir framan sig,
eða gerðu ýmist að koma eða fara. Eitthvað af gestum
kom inn i matsölustofuna fyrir framan eldhúsið, en fátt
var þar á kvöldin. Húsráðandi og stúlkan, sem komið
hafði inn til mín kvöldinu áður, gengu um beina, og fór
allt fram með hinni mestu háttprýði.
Gaf ég mig nú á tal við sjómennina, en þeir voru skraf-
hreifnir, en þó kurteisir vel. Höfðu margir þeirra siglt í
norðurhöfum og nokkrir þeirra komið til íslands. Annars
vildu sumir þeirra blanda saman íslandi og Finnlandi, og
vildu endilega fara að koma mér i kunningsskap við ein-
hverja finnska frú, af því að þeir héldu, að hún væri landi
minn. Baðst ég undan því, að þeir væru að leita að nokkr-
um löndum fyrir mig, og kvaðst gera mig ánægða með
þann félagsskap, sem ég væri komin í, þar til skip mitt
kæmi. Einn sjómannanna, sem siglt hafði í suðurhöfum,
sótti þá tillukt glas með einhverjum suðrænum sjávar-
gróðri í, vildi hann gefa mér glasið og þáði ég það.
Húsráðanda bar nú að. Hann benti mér á mann, sem
að þessu hafði setið þegjandi og tottað pipu sína og spyr,
hvort ég viti, að þessi maður geti lesið í lófa. Maðurinn
var um fertugt, álitlegur en lítt áberandi, yfir honum
hvildi einhver einkennilegur göfugleiki, sem ég strax tók
eftir. Ég rétti þá fram lófa minn og spurði, hvað hann
152