Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 153
gæti sagt mér. Hann hristi höfuðið og kvaðst ekki lesa í
lófa, en ef komið væri með spil, þá skyldi hann segja mér,
hvað ég væri að hugsa um, en það kostaði það, að ég yrði
að segja sér satt. Lofaði ég því og voru nú sótt spil. Lét
hann mig draga þrjú spil og sagði mér að hugsa jafnframt
svo fast sem ég gæti um eitthvað ákveðið. Gerði ég þetta
og hugsaði um mál, sem ég hafði verið að hugsa um sama
daginn, hafði ég skrifað langt bréf i sambandi við það
þennan dag. Kom maðurinn með þetta allt saman, sömu-
leiðis með bréfið og sagði mér innihald þess; gaf hann
mér jafnvel mjög viturlegt ráð í sambandi við mál þetta.
Mér fór að þykja maður þessi næsta einkennilegur, enda
bar allt tal hans vott um það andans; djúpsæi, að mig rak
hvað eftir annað í rogastanz. Talaði ég lengi við hann um
kvöldið og hafði af þvi mikla ánægju. Þegar ég seinna
minntist á hann við liúsráðanda, sagði hann það rétt vera,
að hann væri í raun réttri merkilegur hæfileikamaður,
en vinið væri hans mikla böl.
Næsta dag, miðvikudag. sá ég ekki þennan vin minn.
Sagði húsráðandi mér það kvöld, þegar ég spurði hann
um hann, að nú hefði hann drukkið sig fullan, og hefði
hann ekki komið inn allan daginn, af þvi að hann vildi
ekki láta mig sjá sig í þessu ástandi. Á fimmtudagsmorgun
sá ég honum bregða fyrir úti á götu, en hann leit undan
og flýtti sér burtu, þegar hann sá mig. Síðari hluta sama
dags, stuttu áður en ég fór um borð í Dettifoss, kom ég
inn í eldhúsið. Þar sat hann þá úti í horni og sneri sér
strax undan, þegar ég kom inn. Hann var nú litið drukk-
inn, en niðurdreginn og timbraður. Ég dró stól til hans,
settist hjá honum og fór að tala við hann. Hann svaraði
fáu fyrst, en allt í einu snýr hann sér að mér, hvessir á
mig augun og segir, nærri því hranalega: „Hvað hugsið
þér um mig?“ Ég horfði i augu hans á móti og sagði:
„Ég held að þér séuð prúðmenni.“ „Af hverju segið þér
þetta?“ sagði hann. „Af þvi að þér hagið yður eins og
prúðmenni drukkinn, hvað þá ódrukkinn“, svaraði ég.
153