Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 154
Hann þagði við, en svo hrundu tár niður eftir vöngum
hans og hann sagði: „Þér hljótið að hafa mikla lifs-
reynslu, fyrst þér getið litið svona á lilutina.“ Svo skild-
um við, ekki veit ég nafn mannsins, en ég mun jafnan
minnast þessarar stuttu kynningar með óblandinni lilýju
og vináttutilfinningu.
Og þá kem ég nú að Svíanum mínum. Hann var 60
ára gamall, hafði verið mörg ár i Ameriku, og fór þaðan
sem sjálfboðaliði i heimsstyrjöldina miklu. Settist hann
að á Englandi eftir stríðið og hafði eftirlaun sem upp-
gjafahermaður, 17 sh. á viku. Við og við vann hann á
sjónum sem matreiðslumaður, en var nú í fríi i landi.
Hann hafði gaman af að tala við mig sænsku, sem hann
hafði ekki gleymt ennþá, en ekki hafði hann þó til Svi-
þjóðar komið, síðan hann var barn. Sagði hann mér
ýms ævintýri úr stríðinu og sjóaralífi sínu. Á fimmtudags-
morguninn fékk hann útborgaða vikupeninga sína, þessa
17 sh. Kom hann þá til mín og spurði, hvort mig vantaði
ekki peninga, vildi hann endilega gera mig hluttakanda i
þessum mikla fjársjóði, sem entist honmn þó sjálfsagt
tæplega til næstu útborgunar. Ég sagði honum, að ég
hefði þegar borgað reikning minn, og nú væri skip mitt
komið, svo ég gæti farið um borð. Hann bauðst þá til
að hera farangur minn um borð, svo ég þyrfti ekki að
borga flutninginn á honum, en bæði var farangurinn
talsvert mikill og löng leið frá járnbrautarstöðinni, svo
ég vildi ekki þiggja það, enda hafði kunningi minn um
horð í Dettifossi lofað að borga fyrir mig bílinn. Þá bað
Svíinn mig að lofa sér að minnsta kosti að bjóða mér í
bió, og þáði ég það. Valdi liann sjálfur myndina eftir
eigin smekk, og var það mynd með amerísku gamanleik-
urunum Laury og Hardy, en mér þykja þeir með af-
brigðum leiðinlegir. Verð ég að segja, að ég hafði meiri
ánægju af gamla hermanninum, sem sat við hliðina á
mér, en af skrípalátum leikaranna á myndinni, en hann
naut allra ævintýra leikaranna eins og lítill drengur. Að
154