Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 155
leiksýningunni afstaðinni fór ég með honum inn á greiða-
söluhús og lofaði honum að kaupa ofurlilla hressingu
handa okkur, hann var sæll og glaður eins og aðeins
óspillt barnssál getur verið, hvort sem hún býr í ungum
eða gömlum líkama.
Á fimmtudagskvöld sigldi Dettifoss svo af stað til ís-
lands, og ég kvaddi alla þessa nýju, ágætu vini mína með
þakklátum huga.
Siðan ég kom heim, hefi ég stundum verið að hugsa
um þetta ævintýri mitt og um fleiri atvik, sem fyrir mig
komu í utanför minni, þar sem litt þekkt útlent fólk lét
mér í té hina einstökustu greiðvikni og gestrisni, og miðl-
aði mér og öðrum útlendingum af því litla, sem það
liafði, eins og það væri sjálfsagður hlutur. Mér finnst
það dálitið einkennilegt, að hið einasta tómlæti, sem ég
mætti í ferðinni, þegar mér lá á liðsinni annarra, var
frá minum eigin löndum. Áður var það svo, að ef maður
hitli landa erlendis, þá var sjálfsagt að gera allt fyrir
þá, sem hægt var, en ég hefi ýmislegt fyrir mér í því, að
þetta muni mjög breytt orðið, bæði að því er snertir ís-
lendinga og aðrar þjóðir.
Er það ekki svo, að heimurinn sé að dragast saman
i eina heild, þar sem landamæri og þjóðerni hafa ekki
sömu þýðingu og áður var, að þeir einir séu bræður, sem
af tilviljun hafa fæðzt innan einhverra ákveðinna tak-
marka landa eða þjóðflokka? I þess stað er stöðugt að
verða sterkari samtilfinning þeirra, sem í raun réttri
hafa ekki átt neitt land eða þjóð, af því að þeim hefir
verið neitað um réttinn til að fullnægja hinum frum-
stæðustu kröfum lífsins, og hafa aðeins fengið að lifa til
að þræla. Þetta fólk er nú að taka höndum saman um
allan heim til varnar rétti sínum til lífsins, og ég hygg
að það hafi tilhneigingu til að telja landa sinn og bróður
hvern þann, sem er nauðulega staddur eða ofbeldi beitt-
155