Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 161
Þetta verður þó ekki gert til neinnar hlitar hér að þessu
sinni. En nokkur atriði vildi ég nefna. sem æskulýðnum
er lífsnauðsyn að átta sig á, áður en það er orðið um
seinan — orðið fullt tjón að — átta sig á einmitt núna
— því að nú lifir íslenzk alþýðuæska örlagastund.
Fyrst af öllu vildi ég benda á þessa mikilsverðu stað-
reynd: Æskan í skipulögðu starfi er sérstakur menning-
arkraftur. Dæmi þess er t. d. saga íslenzlcra ungmenna-
félaga. ,
Þá er íslenzkir atvinnuvegir tóku stakkaskiptum með
tilkomu nýrra og betri framleiðslutækja um og eftir síð-
ustu aldamót, kom árangurinn brátt i ljós í hinu almenna
menningarlifi þjóðarinnar. Til varð nýr fögnuður og
framtalc, aukin trú á möguleika islenzks lands og íslenzkr-
ar lundar. Hugsjónirnar urðu djarfari, ætlanirnar stærri,
athöfnin öruggari.
Og þá er það einmitt íslenzkur æskulýður, sem einna
bezt finnur veðrabrigðin, hver skyldi heldur næmari á
nýja von og nýtt útsýni en hann? Hver finnur meir til
þarfar á nýjum möguleikum, liækkandi hag til þroska og
þrifa? Æskulýðurinn fann hitann í sjálfum sér. Jafn-
skjótt varð félagsþörfin augljós. I skipulögðum samtök-
um vildi æskan vinna að vexti sjálfrar sín og viðgangi
þjóðar sinnar. Ungmennafélagshreyfingin fór eldi um
landið og hefir ekki yfirgefið landnám sitt síðan — og
starfsárin eru nú orðin þrjátíu. ,
Ekki verður bent í skjótri svipan til fullnustu á öll
þau áhrif, sem rekja má til þessarar eldheitu og verk-
fúsu æskulýðshreyfingar. Enn er óskrifuð saga hennar.
En þegar það verður gert af menntun, þekkingu og við-
sýni — og það verk mun þegar hafið — mun koma bet-
ur fram en áður hefir verið ljóst öllum þorra manna,
hve mikinn og frjóvan þátt sú æskulýðsstarfsemi hefir
haft á hina ahnennu menningarþróun síðustu ára á ís-
landi. I
Það verður saga um æskulýð, sem gerði kröfur til sjálfs
161