Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 162
sín um vöxt og viðleitni og kröfur til þjóðfélagsins um
starfsskilyrði.
Það verður saga um æskulýð, sem hóf upp merkið á
eigin ábyrgð, hvattur og knúinn hinni almennu þenslu
þjóðfélagsins, sem jafnframt verður í reyndinni viður-
kenning á kröfum æskulýðsins um vöxt og viðgang,
um fegurra líf og frjórra.
Það verður saga um íslenzka alþýðuæsku, samtök henn-
ar, vilja og getu, æsku, sem hækkaði sjálfsþroskakröf-
urnar og gekk til starfa, um leið og þjóðfélagið kallaði
á kraftana og veitti þeim svigrúm til verka.
Og hvenær hefir alþýðuæskan látið á sér standa, er
hún hefir orðið slíks vör?
En þá um leið: hvað gerir æskulýðurinn, er hann verð-
ur slíks ekki var? Fyrst og fremst þetta: gerir sér grein
þess, hvort hann liafi selt af hendi kröfuhörku sína gagn-
vart sjálfum sér, þvi að sá, sem ekki gerir kröfur til
sjálfs sín um vöxt og markvíst sjálfsuppeldi, stendur illa
að vígi að krefjast þroskaskilyrða af öðrum.
En þvi hærra þroskamark sem sett er, og því einlæg-
ari, sem viljinn er að ná þvi marki, þvi stærri kröfur
gerir æskulýðurinn til síns samfélags, því markvissari
og ósveigjanlegri kröfur.
í öðru lagi gerir æskulýðurinn sér grein fyrir þeim
ytri kjörum, sem liann á við að búa, spyr um ástæður
þess, að kjör hans versna, að framtiðarvonir lians fá
engan byr undir væng annan en óróann í eigin brjósti,
vaxtarverkinn —- og lítils megnugar ámaðaróskir litils-
megnugra foreldra.
Þetta tvennt gerir alþýðuæskan, þegar vorsól hinna
ungu daga skín, án þess að samfélagið gleðjist yfir komu
hins nýja liðs og bjóði því fagnandi til vistar og verks.
Og rannsókn hins fyrra atriðis hlýtur ávallt að leiða
til enn ítarlegri árvckni í eigin sök — annars er al-
þýðuæskan ekki heilbrigð æska né lifvænleg, og hver
er þá heilbrigður og lífvænlegur í landinu?
162