Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 163
En rannsókn hins síðara atriðis leiðir óhjákvæmilega
til óvenju alvarlegrar staðreyndar. Samfélagið setur al-
þýðuæskunni stólinn fyrir dyrnar.
Æskulýðurinn vill fá að vinna í hinum venjulega tvö-
falda tilgangi allrar vinnu, vinna sér til viðhalds og sér
til vaxtar. En atvinnuleysið vex innan þjóðfélagsins og
margir þeir, sem atvinnu fá, þurfa oft að standa í harð-
vítugum deilum, í fyrsta lagi til þess að fá vinnuna í
upphafi, í öðru lagi til þess að verða ekki sviptir þeirri
vinnu, sem þegar er fengin, í þriðja lagi til þess að fá
sæmilegt kaup fyrir vinnu sína, og i fjórða lagi til þess
að láta ekki hafa af sér á einhvern hátt umsamið kaup.
Og þetta heldur áfram og þetta færist i vöxt. Alþýðu-
æskan veit vel, að framtíðardraumar hennar rætast ekki
i skýjum uppi né i töfrahöllum, heldur við verlcfærin, á
vinnustaðnum, í skólanum, i viðfangi við list og vísindi,
i stuttu máli sagt: á sviði hins starfandi lífs. En þegar
til á að taka, er aðgangur mjög takmarkaður, oft með
öllu bannaður. ;
Og afleiðingin af atvinnuleysi æskunnar eða hinni rýru
atvinnu, t. d. æskulýðsins i sveitum, er m. a. sú, að
menntabrautinni er að mestu lokað fyrir þessum mennt-
þyrsta hópi. Þetta er næsta staðreyndin, svo fagnaðar-
rík sem hún er, sem hin spyrjandi æska rekur sig á.
Og þá er skorin sár taug — oft svo sár, að enginn get-
ur ímyndað sér, nema sá einn, er sjálfur reynir.
Ný er þessi saga ekki að vísu, en hún er að verða ó-
venju tíð. Skýrslur menntaskólanna, þær síðustu, segja
sína sögu um stéttaruppruna hinna væntanlegu embætt-
ismanna og menntaleiðtoga. Hver sem vill getur þeim
blöðum flett. Hvað dvelur alþýðuæskuna ? Hvað veldur,
að svo fá nöfn úr þeim stóra hópi sjást á blöðum þeim,
og fer fækkandi.
, Alþýðuæskan veit bezt sjálf, að eigi veldur þar um ó-
fýsi hennar. Og hún spyr, hversvegna þrengd séu t. d.
inntökuskilyrðin inn i Hinn almenna menntaskóla i
163