Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 164
Reykjavík og nemendatalan takmörkuð á sama tíma og
henni er æ meir torveldað að vinna sér inn fé, til þess
að eyða i hinn aulcna undirbúning undir þetta próf, sem
svo ekki er nóg að standast með prýði — ef nógu marg-
ir nemendur taka hærra próf. Og það er ekki alþýðu-
æskan, sem hefir beztu tækifærin til að stagla prófverk-
efnin. I
, Mestur hluti islenzkrar æsku er alþýðuæska. Eru þá
æðri skólamir ekki í reyndinni ætlaðir meginhluta ís-
lenzks æskulýðs?
Þetta er alvarleg spurning af vörum þeirrar æsku, sem
þjóðfélagið æ meir sviptir atvinnumöguleikum og stjak-
ar um leið út af menntabrautinni.
En hversvegna hjálpa þá ekki foreldrarnir, þótt æsk-
an sjálf afli sér ekki fjár? Er þetta ekki einmilt æski-
legt? Er ekki æskan svo ung og viðkvæm, sjálfsagt að
losa hana við þrældóm æskuáranna? Ojæja! Hversvegna
kostar þá ekki verkamaður kauptúna og kaupstaða sonu
sína og dætur á æðri skóla, og hví gerir ekki bóndinn
slíkt hið sama og því ekki millistétt kaupstaðanna — öll
alþýðan?
Svo vel þekkir æskan af alþýðustétt kjör foreldra
sinna og afkomumöguleika, að slíkri spurningu er þeg-
ar svarað með reynslu bernskuáranna — og áður en
vöknuð er stéttarvitund æskunnar.
En sú vitund fer nú óðum að glæðast. Yonbrigði og
atvinnuleysi æskulýðsins sjálfs knýja ómótstæðilega til
þeirrar spurnar, hversvegna þjóðfélagið leggi honum
hömlur um fót. ,
Hversvegna? Eilíf og óumbreytanleg ráðstöfun eða
livað? Það væri rétt eftir öllu saman, ef þetta væri ein
af þessum gjöfum, sem forsjónin réttir að okkur, til
þess að lífið verði ekki alltof mjúkur rósabeður, og við
förum þroskans á mis fyrir vikið. Maður ætti þá liklega
að láta hér staðar numið, sætta sig við allt saman, reyna
að klóra í bakkann, lifa jafn fátæku lífi og kúguðu og
164