Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 166
•sem krefst þeirra lífskjara, sem henni ber. Þá þýða eigi
iengur venjulegar aðferðir, ekkert yfirskin „frelsisins
handa öllum“. Iiin ráðandi stétt beitir valdi, óhjúpuðu
valdi, leggur í rústir samtök alþýðunnar, þrengir kosti
hennar enn meir — sviptir liana sjálfsákvörðunarrétti
smum, ryður úr vegi forystumönnum hennar, f jandskap-
ast við menningu og vísindi, drepur niður heiðarlega
bókaútgáfu og alþýðufræðslu á almennum grundvelli —
blæs sorta og kvöl yfir landið.
Þetta „menningar“-ástand nútímans er kallað fas-
ismi.
Og þessum ósköpum getur ekkert afstýrt, nema svo
samtaka alþýða og markviss, að hún sigri í átökunum
og geti bjargað með menningunni frá glötun öllu því,
sem mannkyninu er dýrmætt, friði, listum, vísindum,
lífskjörum fjöldans, einstaklingsþroskanum, samvinnu-
þróuninni.
Þannig er það afl, þegar það er óhjúpað, sem neitar
alþýðuæsku auðvaldslandanna um vaxtar- og þroska-
skilyrði. ,
Það er auðvaldsskipulag þjóðfélagsins, sem setur æsku-
lýð íslenzkrar alþýðu stólinn fyrir dymar.
Það er járnskór auðvaldsins — og það fyrirbæri er
óðum að skýrast fyrir okkur — sem er að kreppa fætur
þess fríða hóps í þrældóm og afbökun. Og sá fríði en
aðþrengdi liópur er óðum að skilja, hvað i húfi er. Það
getur líka orðið um seinan að uppgötva það, eftir að
fóturinn er orðinn afbakaður, og þjáning vaxtarins orð-
in að gremju vonlausra daga. — Aldrei verður fótur-
inn framar að fullkomlega mennskum fæti, aldrei knú-
inn þori brattgengninnar. Söngvar æskunnar deyja út í
bláinn, verða aldrei sigurljóð vaxtarins, heldur liið leiði-
þrungna tregandi viðlag vaxtarleysisins, án háttar, án
hrynjandi.
Þegar íslenzk alþýðuæska hefir gert sér grein fyrir'
þvi, livað standi lienni fyrir þrifum, og hversvegna hún
166