Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 167
fái ekki að njóta sín, vaknar hjá henni voldugasta spurn-
ingin og sú örlagarikasta: ,
Hvernig á að bjarga framtíðarvonunum, hvemig á að
sækja lifsréttindi sín í hendur ofheldinu, hvernig á að
skapa sér skilyrði til atvinnu og menningar, vaxtar og
öryggis? ;
Á þessu velta örlög æskunnar og þá um leið framtið
islenzkrar þjóðar.
Sé þetta ekki kleift, er öllu fyrirfram raðað í lófa
dularfullrar forsjónar. Sé þetta kleift en ekki gert, er
bannfæring kveðin öllu því, sem unga sveina og ungar
meyjar liefir fegurst dreymt og þau hafa djarfast viljað.
En sé það kleift og sé það gert, er islenzk alþýðu-
æska ekki aðeins að bjarga lífi sínu og framtið, heldur
stemmir hún stigu fyrir áframhaldandi kúgun og vinn-
ur sögulegt hlutverk í sínu þjóðlífi, eins og æskumenn-
irnir umhverfis Fjölni gerðu fyrir 100 árum og ung-
mennafélagshreyfingin gerði 70 árum seinna.
Og þetta er kleift.
Fyrst vildi ég minna aftur og enn á ný á kröfur æsku-
lýðsins á hendur sjálfum sér. Kröfurnar til sjálfs sín
skapa viðspyrnu í fangbrögðunum við féndur æsku
og vaxtar. Þar með er sú nauðsyn ljós, að alþýðuæskan
verður sjálf að ganga fram og vinna sitt land.
Hið næsta er að læra af reynslu íslenzkrar æsku á
öðrum tímum. Enn gildir hið sama, og er hún hóf fram-
sókn fyrir 30 árum: Starfsleiðin er félagsleg samtök.
Máttur alþýðusamtaka — ekki sízt, ef um æskulýðinn
er að ræða — er auðvaldi ógn og kviði. En þau verða
að hafa festu og öryggi í skipulagi og starfi.
Alþýðuæskan við sjó og i sveit verður þegar að gera
sér i sameiningu grein fyrir lífskröfum sinum, rökstyðja
þær og bera þær fram á vettvangi þjóðmálanna með
skipulögðu félagsstarfi að baki. Þær kröfur á hendur
þjóðfélaginu eru fyrst og fremst:
167