Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 168
1. Aukin atvinna og þá einkum atvinna við unglinga
hæfi, svo að fyrstu og viðkvæmustu þroskaárin, að
minnsta kosti, sé hvorki hlaðin of þungu striti
né feyð og sýkt slæpi atvinnuleysisins.
2. Aukin alþýðumenntun og greiðari aðgangur að æðri
skólum. Námsgjöld séu felld niður, og nemendatak-
mörkun hverfi, því að hún er sama og sérréttindi
yfirstéttaræskunnar á skólagöngu og útilokun al-
þýðuæskunnar. Inntökuprófin séu ekki sett til þess
i eins að sía æskumenn eftir stundarkunnáttu. Brýn
nauðsyn er og ókeypis skólavist fram til 16—18 ára
aldurs og þá um leið hagnýtara nám.
3. Aukin skilyrði til íþróttaiðkana allra; ekki fárra,
! heldur allra. Æskan á heimtingu á heilbrigði og
hreysti, ódýrum ferðalögum um land sitt, nýjum og
nýjum sundlaugum, íþróttavöllum, íþróttastyrkjum.
Þetta eru nú sem stendur nokkrar af meginkröfunum,
sem íslenzk alþýðuæska gerir á hendur þvi þjóðfélagi,
sem hefir ekkert rúm fyrir hana og stendur í vegi fyrir
framtíðarvonum hennar og framtíðarætlunum. Að vissu
leyti eru þetta hennar sérstöku kröfur, en eru um leið
kröfur, sem öll önnur vinstri öfl í landinu geta tekið
undir og gert að sínum — og gera að vísu. — I sam-
vinnu við þau öfl verður alþýðuæskan að fá þroskakröf-
um sínum framgengt. Og hún verður að leggja þeim öfl-
um nýjan þrótt í hrjóst.
Óefað er alþýðuaiskan skipt á milli stjórnmálaflokka
eins og þeir, sem eldri eru. En hún á að fullu sameigin-
leg mál með vinstri flokkunum þremur. Hún er þó ekki
svo mjög sýrð deilum þeirra, og vegna þess og hins
einnig, að hennar málstaður er sá sami, hverjum hinna
þriggja vinstri flokka, sem liún fylgir að málum, þá á
hún að fylkja sér saman og knýja flokkana til slíks hins
sama. Þá og þá fyrst er málum hennar tryggður fram-
gangur. Þá vinnur hún sitt menningarhlutverk í stað
168