Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 169
þess að láta afturhaldsöflin ýta sér út af leikvelli starfs
og þroska. j
Skilyrðin eru fyrir hendi til samstarfs alþýðuæskunn-
ar í landinu. Hún er að meira eða minna leyti skipu-
lögð í ýmsum vinstri félögum: verklýðsfélögum, póli-
tískum félögum vinstri æskunnar, sumum íþróttafélög-
um að ógleymdum ungmennafélögunum, sem nú, eins
og endranær, hafa skipað sér í lið með menningunni
og lýðræðinu.
Öll þessi félög eru hinn sjálfsagði starfsvangur þinn,
alþýðuæska. Þegar þú hefir gert þér þeirra hluta grein,
sem drepið hefir verið á hér, getur þú ekki beðið að-
gerðarlaus. Æska á aldrei að bíða, liún á að vinna strax.
Ræðið þið hag ykkar og framtíðarhorfur, hvar sem
þið getið þvi viðkomið, fá eða fleiri, félagsbundin eða
ekki. Tengið áhugamál ykkar við áhugamál annarra og
við önnur félög. Hvort mun ykkur þá ekki finnast þið
geta komið skriði á ykkar þroska og hagsmunakröfur,
eins og islenzk æska á undan ykkur gat unnið félag'sleg
afrek. Hver stenzt kjarna íslenzks æskulýðs, þegar hann
„geisast fram með einu samþykki“, og leggst á sveif
með þroskanum og framþróuninni.
Nú bíður þín það mikilsverða hlutverk í sjálfs þín
þágu — og þá um leið þjóðar þinnar — að krefja sjálfa
þig atorku og dirfsku og sannleiksástar, en þjóðfélag þitt
skilyrða til þess að lifa, vinna og menntast — og jafn-
framt heimta af öllum vinstri öflum í landinu, að þau
taki liöndum saman gegn því auðvaldi, sem æ meir tem-
ur sér „menningar“aðferðir fasismans.
Þinn örvandi, bjarti og gunnreifi máttur megnar að
skapa þá samfylkingu vinstri manna og vinstri flokka
í landinu, sem ein leysir þín vandamál og gerir líf þinna
foreldra auðugra og betra og fyllra en það nú er — og
tryggir á sínum tíma líf og framtíð næstu æsku. Það er
einmitt þú, sem verður að gera þetta núna, en ekki
geyma það þeim, sem á eftir koma — þá getur það
169