Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 175
séð á hverri stúlku í salnum, hvort hún væri lauslát eða
ekki. Mér þótti þetta allstór orð og spurði félaga mína
um, hve mörg prósent af stúlkunum væru lauslátar.
í stað þess, að svara þessari spurningu, fóru þeir að
óskapast yfir lauslætinu í bænum. Harðast varð kven-
fólkið fyrir dómi þeirra. Þeir voru fullir af heilagri vand-
lætingu yfir lauslætinu í bænum.
--------Mér kom þetta dálitið einkennilega fyrir sjón-
ir. Þeir voru hvorugir nokkrir siðferðispostular í einka-
lífi sínu. Seinast fannst mér leggja af þeim svo mikinn
andlegan óþef, að ég stóð upp í skyndi og kvaddi þá.
Ég gekk götuna á enda og mig langaði mikið til þess
að tala við fólk, sem þóttist ekki vera annað en það var.
í þessum hugleiðingum var mér litið upp. Ég var að
fara fram lijá dyrunum á öðru kaffihúsi. Ég fór þar inn.
Þar var líka músik og danz. Fjörugt fólk. Fullt hús.
Ég fékk mér sæti í einu horninu og gat séð þaðan, hvað
fram fór. Fólkið á þessari krá var dálítið öðruvísi en á
hinni, sem ég kom frá. Sumt af því var ölvað.
Við eitt borðanna sátu þrír útlendingar, ásamt tveim-
ur stúlkum.
Einn útlendinganna fór að verða nokkuð nærgöngull
við aðra stúlkuna. Hann var augsýnilega ógrímuklæddur
flagari.
Stúlkan stóð að lokum upp, þegar allt keyrði úr hófi,
og kom að borðinu þar sem ég sat.
„Má ég fá mér sæli?“
„Gjörið þér svo vel.“
„Áttu sígarettu?“
„Hér er hún. Má ég bjóða yður kaffi?“
„Nei, þakka yður fyrir. Ég vil heldur öl, ég er svo
þjTSt.“
-----Ölið kom. Ég lét svolítið „ljós“ út í það.
Or þessu kynntumst við á stuttri stund.
Mér fannst eins og ég hefði séð þessa slúlku áður, en
hvar og hvenær, gat ég ekki munað.
175