Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 176
„Hvað ertu gömul?“
„Tuttugu og fjögra ára.“
Þetta var snotrasta stúlka, en andlitið bar vott um, að
liún mundi vera veiklynd og bliðlynd.
„Heyrðu. Þú trúir því kannske ekki, að ég þekki þig,
en ég þekki þig nú samt.“
„Mér finnst ég kannast við þig.“
„Manstu ekki eftir, þegar þú komst að Hrauni og ég
sótti hestinn þinn langt upp í brekkur. Þá var ég bara
á ellefta árinu. Síðan man ég alltaf eftir þér.“
Nú mundi ég eftir þvi, hvað hún hét og hvaðan hún
var. t
— — — Nú, þetta var fallega, litla telpan, sem ég
mundi svo vel eftir, og nú rann upp fyrir mér, af hvaða
ástæðum ég mundi svo vel eftir henni. Allt í einu
minnist ég samlals míns og húsfreyjunnar á Hrauni,
forðum, á ferðalagi mínu. Ég hafði látið orð falla um það,
hvað mér fyndist þessi telpa geðugt barn. Húsfreyja
jankaði þvi, en sagði mér, að sér þætti samt ekki gott
að eiga við hana.
„Hún er munaðarlaus, greyið að tarna, svo að ég
bauðst til að taka hana, en ég hálfsé eftir því. Ég slcil
ekki þetta barn. Ég saumaði kjól handa lienni um dag-
inn og gaf henni og bjóst við þvi, að hún myndi verða
glöð og þakka mér fyrir. En það varð ekki af því. Hún
sagði bara: „Ég vil ekki sjá svona kjól. Hann er ljótur.“
En hvað haldið þér að stelpan hafi gert. Hún klippti
kjólinn niður í smáagnir, þennan nýja kjól,“ sagði hús-
freyja og andvarpaði.
— — Svo þetta var litla stúlkan laglega, sem klippti
i sundur kjólinn sinn.
.
„Hvað heldurðu að ég hafi verið lengi hérna i borg-
inni?“ sagði stúlkan og saup á ný á glasinu. „Ég hefi
verið hér i sjö ár. Ég fór i vist i fremur góðu húsi. Hús-
móðir min hafði matsölu. Þar borðuðu nokkrir menn.
176