Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 177
Sumir skratti laglegir strákar. En einn sló þó alla út.
Þú þekkir hann, svo að mér er sama, þó að ég segi þér,
hvað hann heitir.“
Hún nefndi nafn annars kunningja mins, sem ég
hafði flúið frá, af kaffihúsinu, sem ég gat um fyrst.
Ég furðaði mig á því, hvað hún hefði um þann dáða-
dreng að segja.
„Ég var ekki búin að vera lengi i vistinni,“ hélt hún
áfram, „þegar hann, sem ég nefndi áðan, fór að bjóða mér
á danzleiki og aðrar skemmtanir. Ég var voðalega upp
með mér af að vera með honum — sjást með honum —
svo þótti mér orðið vænt um hann. Hann var fallegur,
danzaði vel og virtist alltaf vera í góðu skapi. Svo var það
eitt kvöld, eða öllu heldur eina nótt, þegar við vorum að
koma af skralli og haun fylgdi mér heim, þá vildi hann
koma með mér upp á herbergið mitt. Ég varð hissa og
sagði nei. Hann talaði ekki meira um þetta og bauð al-
úðlega góða nótt. En nú brá svo við, að hann fór að tala
lítið við mig og bauð mér ekki á skemmtanir framar.
Mér leið illa. Ég hélt að ég væri að missa hann — ef ég
hafði þá nokkurn tima haft nokkuð að missa.
Einn daginn kallaði hann á mig fram í forstofu og
spurði, hvort ég vildi koma út með sér í kvöld. Ég varð
himinglöð og sagði já. Þetta kvöld dönzuðum við fram
á nótt, og þetta kvöld varð ég full í fyrsta sinn á æfinni.
Hann fylgdi mér heim af ballinu. Og þegar við komum
að húsdyrunum, þá spurði hann mig, hvort ég ætlaði að
vera eins vond við sig og seinast. Mér fannst það vera
svo mikil fjarstæða að vera vond við hann, svo ég sagði
honum, að ég gæti ekki verið vond við hann, þó ég vildi.
Þá sagði hann að ég skrökvaði því og bar það á mig, að
ég áliti sig svo mikinn flagara, að ég þyrði ekki einu sinni
að lofa honum að koma upp á herbergið mitt svolitla
stund. Ég bauð honum að koma með mér inn, ef liann
vildi. Eftir það réð hann einn öllu. Svo leið langur tími.
Þá varð ég þess vör, að ég var ófrísk. Ég skal aldrei
177