Rauðir pennar - 01.01.1936, Qupperneq 178
gieyma þeirri stund, þegar ég sagði honum frá því. Það
var eins og hann hefði fengið á kjaftinn og eftir það
fékk ég tæplega að tala við hann. Einn daginn kom hann
ekki til að borða. Þá sagði húsmóðir mín mér, að hann
væri hættur að borða þar.
Þegar ég var komin langt á leið, fór ég úr vistinni,
ieigði mér kjallaraherbergi í útjaðri bæjarins. Það var
litið, dimmt og kalt herbergi. Eina fólkið, sem heimsótti
mig var stúlka, sem hafði verið rekin úr vistinni í húsinu,
sem ég var í og piltur, sem ég þekkti úr sveitinni, frá því
við vorum þar. Pilturinn lcom sjaldan, því hann var oft-
ast úti í sjó. 1 marzmánuði fæddi ég tvíbura. Stúlkan,
sem heimsótti mig nú á hverjum degi, gaf mér kol, svo
nú gat ég kveikt upp í ofninum. Hitanum var ég fegin,
því herbergið var ógurlega kalt. Ég man ekki hvort það
var á þriðja eða fjórða degi, frá því ég átti bömin, en það
lá kaflega illa á mér. Þá kom hann, pilturinn, sem ég
nefndi. Hann vissi ekkert, hvernig var komið fyrir mér
og varð lnssa. Hann var nýkominn utan af sjó og var diá-
lítið kenndur. Strax spurði hann mig, hvort mig vantaði
ekkert, en ég neitaði því. Mér fannst ég aldrei framar
geta þegið neitt af neinum mannfjanda.
Samræður okkar gengu stirðlega. Loks dró hann upp
flösku úr vasa sínum og spurði, hvort ég mundi hafa
nokkuð gott af þessu.,
Við drukkum upp úr flöskunni. Það var orðið heitt
inni, því ofninn var rauðkyntur. Ég bað hann að opna
gluggann. Hann gerði það. Þá tók hann upp aðra flösku
og við lukum úr henni líka. Þegar hér var komið, rauk
ég á fætur og klæddi mig. Við ætluðum út, og við fórum
út, beina leið inn á þetta kaffihús, sem við nú sitjum á.
Mér fannst ég vera alfrisk. Við fengum okkur sæti og
enn drukkum við eitthvað. Allt í einu heyrði ég málróm,
scm ég kannaðist vel við. Ég leit upp og sá, að faðir tví-
buranna minna var setztur við horð rétt fyrir aftan mig.
Mér sortnaði fyrir augum. Ég stóð upp, mig langaði til
178