Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 179
að drepa hann, þurrka hann út úr tölu þeirra kvikinda,
sem jörðina byggja. Ég fleygði í hann ölflösku, ég fleygði
í hann glasi. Mig langaði til að skamma hann, en var svo
reið, að ég gat ekkert sagt. Ég tók allt lauslegt og lcastaði
í liann. Svo kom lögreglan og tók mig.
Um piltinn, sem með mér var, vissi ég ekkert. Ég gat
ekkert hugsað, ég fann ekkert til. Þegar ég var komin í
Steininn, þá fyrst komu börnin í huga minn. Ég barði á
klefadyrnar, ég öskraði, en það anzaði mér enginn.
Um morguninn fékk ég þó að tala við einhvern og
sagði, að ég mætti til með að komast heim. Litlu síðar
var mér sleppt. Ég flýtti mér heim, en nú gat ég varla
gengið fyrir þreytu. Loksins komst ég þó að dyrunum.
Ég hentist inn. Það var ískalt í herberginu, það hafði fennt
inn um gluggann, sem ég hafði gleymt að loka, þegar ég
fór út. Ég staulaðist að rúminu. Börnin lágu þar, en sæng-
in var ekki einu sinni nálægt þeim. Ég liafði fleygt henni
íil fóta, þegar ég klæddi mig kvöldið áður. En börnin voru
bæði — steindauð, króknuð.
Nú þagnaði hún, kippir komu í andlitið og einkum í
varirnar.
„Og------hvað svo ?“ spurði ég.
„Svo-----— ?“ át hún eftir mér. „Það er ekkert „svo£t.
Nú er ég bara-------------------—.“ Röddin bilaði og tár
hrundu niður kinnarnar. Svo herti hún sig upp og sagði
með lágri og dimmri rödd: „Nú er ég bara mella---------.“
Hún skalf af geðshræringu dálitla stund, svo sagði hún:
„Þetta dugar ekki,“ greip töskuna sína og fór að púðra
sig. Svo hætti hún við: „Ég verð að danza, danza mikið
í kvöld.“
179