Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 181
hafði lesið Völuspá, Sonatorrek, jafnvel lært þau utan
að. En þessi verk áttu ekki líf í vitund minni. Því að
sagan getur verið dauð og persónur hennar skuggar, allt
fram að þvi, að einn maður tengir við hana líf og skiln-
ing. Fyrir mínum sjónum hefir Sigurður Nordal fyrstur
manna kveikt lif og skilning í bókmenntasögu íslendinga.
Og ég leyfi mér að spyrja: Hvað vissum við um þróun ís-
lenzkrar sagnalistar, áður en Sigurður Nordal skrifaði
um það efni: Átti sagnalistin sér nokkra þróun okkur
meðvitaða áður? Voru tslendingasögurnar fram að þvi
ekki „því eldri sem þær voru betri“? Ég fullyrði: við
vissum fátt eitt um þessa hluti áður. Sigurður Nordal
lauk upp fyrir okkur skilningi á því, að listin ætti sína
þróunar og hnignunarsögu, og þróun hennar og hnign-
un væri tengd tímabilum i þjóðarsögunni, hinni félags-
legu og stjórnmálalegu. Hann gerði þannig meira en
sýna þróun listarinnar, hann tengdi hana við lífið, við
lífsþróun þjóðarinnar. Hvað var Völuspá áður? Sundur-
laus erindi, stuðlað mál, listaverk. En þegar andi Nor-
dals hafði lýst hana upp, eignaðist liún fyrst líf og sál,
þá varð hún lífrænn lieimur, með útsýni um lieilar aldir,
stórbrotin tímamótasaga, þjóðarörlög, ekki köld fortíð,
heldur lifandi samtið, saga, sem er að gerast í dag, sem
við erum að lifa núna. Þannig gat Sigurður Nordal lokið
upp fyrir okkur, nemendum sínum, skilningi á efnum,
sem lágu langt aftur í fornöld, lengra en við höfðum
hugsað áður, og fært okkur þau svo nærri, að þau urðu
áþreifanleg, að þau urðu brot af okkar eigin lífi. Eða
hvað var Sonatorrek áður, og hvað er það nú? Ég læt
ykkur um að svara. En næg dæmi gæti ég flutt um
þann mikla hæfileika Sigurðar Nordal, að glæða bók-
mentirnar lífi og skilningi, sem þær ekki áttu áður.
Þessi hæfileiki er viðurkenndur, og kunnur af verk-
um Sigurðar. En meira vitum við þó um liann, nemend-
ur hans: jafnvel hið stirðnaðasta kvæðisbrot, er við
sáum ekkert lífsmark með, varð líf og fegurð, þegar
181