Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 182
Sigurður las það fyrir okkur og lýsti það upp. Hann gat
i stuttu viðtali gert okkur heita af áhuga fyrir efni, sem
okkur hefði annars þótt engu máli skipta. Þannig, í við-
tali, er Sigurður Nordal enn meiri töframaður en í verk-
um sínum.
Og hvaðan kemur þessi hæfileiki Sigurðar, að geta
kveikt líf í forna og dauða hluti? Þið munuð svara, að
liann sé meðfæddur, heyri til listræns upprunaleika i
sálinni. Og hver skyldi þora að neita því? En Sigurður
hefir líka þroskað þennan hæfileika, betur en flestir
aðrir íslendingar hafa átt kost á að gera. Hann liefir
sjálfur, við kynningu á öðrum þjóðum, lífi þeirra og
listgáfu, eignazt bókmenntaskilning sinn og þá víðsýni
hugans, sem þarf til að gefa hverjum hlut lifandi gildi.
Hann eignaðist þroska sinn erlendis, hóf liæfileika sina
í nýtt veldi, kveikti við eld stórþjóðanna skilning sinn
á listrænum efnum. Sá skilningur var það, sem hann
lýsti upp með íslenzka bókmenntasögu. En um leið lióf
hann lika þau islenzk verk, sem hann gerði að viðfangs-
efni sínu, í nýtt veldi, og tengdi þau nánar heimsborg-
aralegum skilningi. Og þar með kem ég að öðrum höf-
uðþættinum i starfsemi Sigurðar Nordal, — auk þess
að veita Islendingum aðgang að þeirra eigin bókmennt-
um — þeim, að afla islenzkum bókmenntum nýs álits
og skilnings með öðrum þjóðum. Það er ómetanlegt, sem
hann hefir gert fyrir islenzka menningu út á við, mest
í kyrrþey, þannig, að íslendingum er mjög ókunnugt
um. Og liefir Sigurður jafnvel notið meiri skilnings er-
lendis en hér heima. Út á við hefir hann einmitt verið
einn glæsilegasti fulltrúi islenzkrar menningar, sem við
höfum getað kosið okkur.
Enn eitt vil ég nefna. Það eru ekki aðeins hin sögu-
legu efni, menningararfurinn, sem Sigurður hefir endur-
lífgað. Hinn nýi innlendi bókmenntagróður hefir mætt
skilningi og aðhlynningu hans (þó að á síðustu árum
hafi það ekki eins komið fram opinberlega). Enginn
182