Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 185
þjóðfélags, sem er þess megnugt að skapa ölluin meðlim-
um sínum sæmilega þroskamöguleika.
Skoðanir sósíalismans hafa vitanlega alltaf átt fylgj-
endur meðal stúdenta, en nú á síðustu árum hefir þeim
fjölgað svo gífurlega, þrátt fyrir ýmsar gagnráðstafanir
valdliafanna, að ekki verður skýrt með stúdentafjölg-
uninni og því atvinnuleysi, sem henni fylgir, einni saman.
Mun hér gerð nokkur tilraun til að rekja orsakir þessa.
Nokkurn þátt í þessari aukningu eiga vitanlega skól-
amir. Þeir eru yfirleitt að færast i lífrænna horf. Farið
er að leggja meiri áherzlu á praktískt gildi fræðslunnar,
áherzlu á það, að nemandanum verði námið að sem
mestu liði i hinu daglega lífi. Nemendurnir leggja meiri
rækt við verkleg fög, glíma heldur við dæmi úr lífs-
haráttu sinni eða sinna meðborgara, en fornfálegar til-
gátur um, livort Kristur hafi verið píndur á fimmtudegi
eða föstudegi. ,
Um leið og námsefnið fær gildi fyrir hin daglegu
störf, þróast nemandinn til umhugsunar og rannsókna
á vandamálum samtíðarinnar.
Hin öra fjölgun stúdentanna hefir og nokkuð orðið
til að leiða hug þeirra að verklýðshreyfingunni. Meðan
fjöldi menntamanna hélzt nokkum veginn í hendur við
embættismannaþörfina, lilaut langmestur hluti þeirra að
starfa í embættum og fengu þvi lítinn tima til pólitískra
starfa og rannsókna. Við það að fá embætti, uxu þeir
yfirleitt inn í yfirstéttina og tóku upp heimspeki hennar
og skoðanir. Þeir hlutu með embættinu þá þjóðfélagsað-
stöðu, sem þeir vildu ekki leggja i hættu við umbóta-
tilraunir.
Þegar liinsvegar atvinnuleysið heimsækir menntamenn-
ina alveg eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins og meiri
hluti þeirra verður að lúta að sömu kjörum og alþýð-
an, lcomast þeir ekki lengur hjá að taka til athugunar
kjör hennar og aðstöðu.
Þeim fer þá að skiljast, að sitthvað sé bogið við það
185