Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 186
skipulag, sem deilir fámennri yfirstétt ólióf allra gæða,
en fólkinu skort og áþján.
Þeir fara að grufla út í hversvegna hveitinu er hrennt
og kaffinu fleygt í sjóinn á sama tíma og fjölda fólks
skortir brauð og kaffi. Handhafar ríkisvaldsins kæra
sig ekkert um slíkar hugsanir, þeir takmarka aðganginn
að skólunum, lengja námið og þyngja prófin. Og niður
á hverjum koma svo slíkar ráðstafanir? Þær koma harð-
ast niður á þeim, sem ekki hafa efni á að kaupa næga
undirhúningsmenntun, þeim, sem skortir fé til langrar
skólagöngu, og þeim, sem þurfa að vinna fyrir sér sam-
hliða náminu.
Og loks, þar sem íhaldið ræður óskorað, kemst varla
nokkur sæmilega frjálslyndur maður gegnum skólana,
hvað þá hann fái nokkurt handtak að gera að afloknu
námi. Þá verður hann að hverfa aftur í hinar löngu
raðir atvinnuleysingjanna og þar gerist hann formæl-
andi þeirrar stefnu, sem mynduð er til að fullnægja
þroska og lífsskilyrðum alls fólksins, sósíalismans.
Þó þær ástæður, sem hér hafa verið taldar, eigi vit-
anlega mikinn þátt í vaxandi róttækni meðal stúdenta
og annarra menntamanna, er þó sú ótalin, sem stórvirk-
ust liefir rejmzt, en það er fasisminn. ,
Þessi síðasta plága, fasisminn, ásamt afleiðingum lians,
stríðinu, hefir einn orðið þess megnugur að þurrka
út, að mestu leyti, mismunandi stéttarafstöðu og slcoð-
anamun frjálslyndari stúdenta og sameina þá til varnar
ómenningu hans og bölvun.
Allt frá heimsstyrjöldinni og fram að siðustu þrem
árum, er erfitt að benda á óræk rök fyrir aukningu
stríðshættunnar. ,
Víðast livar í Evrópu fóru þá með stjórn annaðhvort
frjálslyndar borgaralegar stjórnir, sem þrátt fyrir aftur-
haldssama pólitík héldu sér þó að mestu við form og
reglur lýðræðisins eða sósíaldemókratískar stjórnir af
sömu eða líkri tegund og stjórnir þeirra Eberts í Þýzka-
186