Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 187
]andi og MacDonalds og Thomas í Englandi. Báðar þess-
ar tegundir stjórna voru nauðalikar, og þó að þær yrðu
verkalýðnum að litlu liði, má þó segja, að ólyfjan fas-
ismans hafi aldrei sýkt þær að mun.
En nú á 2—3 síðustu árum höfum við verið vitni að
útbreiðslu hans. Við höfum séð liann leggja undir sig,
til viðbótar við Ítalíu og Japan, Þýzkaland, Austurríki
og teygja anga sína út um Miðevrópu og jafnvel til
Eystrasaltslandanna. ,
Stríðshótanir fasista-ríkjanna hafa steypt rikjunum út
í vitfirrt herbúnaðarkapphlaup, sem fyrirsjáanlega endar
með nýrri heimsstyrjöld, ef ekki er að gert.
ítalski fasisminn hefir lagt undir sig eitt af sambands-
löndum sínum í Þjóðabandalaginu og með því sýnt okk-
ur, hvers er af þvi að vænta, eins og sakir standa.
Fasistarnir á Spáni hefja uppreisn gegn hinni löglegu
stjórn landsins, uppreisn, sem studd er af fasistarikjun-
um og kaþólsku kirkjunni, ásamt spánska íhaldinu, sem
hefir það að markmiði að steypa þeirri stjórn, sem
studd af fólkinu hefir tekizt á hendur að veita því þau
frumréttindi, er hvert siðað ríki veitir þegnum sínum.
Ekkert svið þjóðlífsins fær að sleppa við átroðning
fasismans. Þó er hann ef til vill hættulegastur í skól-
unum. Strax í neðsta bekk lægsta skólans er hafin gegnd-
arlaus áróðursstarfsemi. Námsfriðurinn er rofinn hóf-
laust. Nemendur verða að ganga á allskonar hernaðar-
námsskeið,læra að fara með vélbyssur og eiturgas. Náms-
meyjar að læra lijúkrunarstörf og liergagnaframleiðslu.
Það er gegn þessu og orsökum þessa, sem stúdentar risa
og mótmæla. Þeir eru á móti stríði, því að það er ekki
menningarfyrirbrigði. Upp af blóðvelli þess vex, eins
og síðasta stríð sýndi, aðeins eymd, nýjar öfgar og þjóða-
hatur.
Þeir eru á móti fasismanum, því að hann samrýmist
ekki þeirri þekkingu, sem reynslan liefir gefið okkur.
Fasisminn hefir ekkert gott að bjóða námsfólki. Lít-
187